Hvöt - 30.04.1949, Side 16

Hvöt - 30.04.1949, Side 16
14 H V ö T □ BLD. - UTSYNI FRA RAÐHUSINU. Bráðlega birtist Hans Braaten. Það er hlýja og festa í fari þessa manns. Hann er fremur lágur vexti, en virðulegur. Það leynir sér ekki, að hjónin eru miklir Islandsvinir. Þau spyrja frétta frá Fróni og af ferða- lagi mínu. Þegar þriðji meðlimur fjölskyldunnar, Ragnar G. Braaten, sonur þeirra hjóna, kemur heim, er matur á liorð borinn. Ég gleymi á- vaxtaskálinni áðurnefndu yfir hin- um ljúffengu réttum. Að máltíðinni lokinni, stend ég uþp, sæll eins og sjö vetra gamall hrútur, sem nærst hefur á nýsleginni há. Frúin tilkynnir mér, að haðið l)íði mín. Ég þakka, fcr upp á loft og skola af mér skítinn, rölti niður 20 mínútum síðar, tárhreinn og mjalla- hvítur, sem engill. Rúmið er til reiðu, þegar niður kemur. Ég hýð góða nótt, afklæðist, legg kollinn á kodd- ann og sofna værum svefni. Kl. 11 næsta morgun rís ég úr rekkju, sæll eftir svefninn. 1 fyrsta skipti á ferðalagi mínu er ég vel út sofinn. Ég snæði hjá frúnni. Við röbbum saman um heima og geima. Um 12 leytið lcgg ég af stað í borg- ina. Áður cn ég fer tjáir frúin mér, að þeim hjónum sé sönn ánægja af að hafa mig sem gest sinn, meðan ég sé í Osló, og ég skuli ekki hafa hinar minnstu áhyggjur út af vistar- veru. Ég þakka þetta góða l)oð. Kl. 12,20 er ég aftur á Karl Johans- gate með háskólann á vinstri hönd, en Þjóðleikhúsið á ])á hægri. Kon- ungshöllin er að baki við enda göt- unnar, en framundan er Grand Hotel og Stórþinghúsið. Ég rölti áfram í gegnum Stiulenter-

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.