Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 17

Hvöt - 30.04.1949, Blaðsíða 17
H V ö T 15 lund, meðal stórhj'sanna og gapi og góni á allt og alla, eins og öræfa- búi, sem kemur í kaupstað i fyrsta sinn. Ferðinni er heitið til skrifstofu N. G. U. við Bernt Ankersgate 5. Ég kemst þangað klakklaust og fæ þær upplýsingar, sem mig vantar. N. G. U. hefur ekkert með mótíð í Örstavik að gera, heldur félagsskap- ur, sem nefnist „Det norske Total- avholdsselskaps Ungdomsforbund“, (D. N. T. U.). Mér er sagt, að skrif- stofa þessa bindindissambands sé við Möllegate 24. Ég spyr um síma- númerið þar, hringi þangað í snatri og fæ að vita, að skrifstofustjórinn, að nafni. Hárneland, sé ekki við, en ég geti fundið hann kl. 14 næsta dag á skrifstofunni. Að fenginni þessari vitneskju hyggst ég að finna cand. philol. Hallvard Mageröy, form. N. S. U. A. (Norges Studerande Ungdoms Afholdsforbund), norska skólasambandsins. Það er fremur langt til Uranienborg terrassa 1, en þar býr hann. Ég þramma aftur eftir Karl Johansgate fram hjá konungs- höllinni, út úr hjarta borgarinnar. Ég hef' ekkert upp úr þessari för. Mageröy er ekki heima, ekki einu sinni i Oslo. Næsta dag kl. nákvæmlega 14 kem ég í skrifstofu D. N. T. U. Hár fyrir- mannlegur maður, dökkur yfirlitum, tekur á móti mér. Þetta er Hárneland. Handtak hans er festulegt og hlýlegt, sem og málfar hans. Hann segir mér, að aðalstöðvar D.N.T.U. séu í Þránd- heimi, að inótið hafi verið undir- búið þar, og þeir þar norðurfrá hafi ekkert látið sig vita um komu mina, og hann hafi þar af leiðandi ekkert hugsað fyrir farmiðum til örsta- vikur. Ég bölva í hljóði, en spyr, hvort ekki sé hægt að bjarga þessu nú. Hann svarar, að það geti orðið erfitt, því að nú fari margir burt úr borg- inni i sumarfrí, allar lestir séu yfir- fullar. „En það skal takast, verður að takast“, bætir bann við, tekur hatt sinn og bendir mér að koma með sér. Við förum á Statsbanenes Reisebyrá (Ferðaskrifstofu ríkis- járnbrautanna). Hárneland talar nokkra stund við afgreiðslumanninn, sem er allur af vilja gerður til að hjálpa okkur. Eftir ýtarlega rann- sókn og snúninga fæ ég farmiðann. Við þökkum manninum liðlegheit- in og förum. Ég eyði seinni hluta dagsins i flæking um borgina og' kvöldinu hcima hjá Hárneland. 7. júlí rennur upp. Það eru tveir dagar til brottfarar. Nokkrir skýja- hnoðrar svífa um himinhvolfið og syggja við og við á sólina. Ég nota daginn til að litast frekar um í horg- inni. Fyrir hádegi skoða ég National- galleriet (Þjóðlistasafnið), ásamt nokkrum Svíum, sem ætla á mótið í örstavik. Eftir hádegi rölti ég um í Frognerskemmtigarðinum og skoða hin miklu listaverk Gustavs Vige- lands. Kl. 1(5 er ég á Holmenkollen. Ég fer upp í turninn, sem ber hæst á hæðinni, og stari út yfir borgina. Langt í norðri sjást snævi þaktir fjallatindar, teygja sig tígulega til himins. Þegar ég kem heim á Sme- stadsvei um kvöldið, segi ég frúnni frá afreksverkum mínum. Hún lætur vel vfir. Braaten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.