Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 17

Hvöt - 30.04.1949, Qupperneq 17
H V ö T 15 lund, meðal stórhj'sanna og gapi og góni á allt og alla, eins og öræfa- búi, sem kemur í kaupstað i fyrsta sinn. Ferðinni er heitið til skrifstofu N. G. U. við Bernt Ankersgate 5. Ég kemst þangað klakklaust og fæ þær upplýsingar, sem mig vantar. N. G. U. hefur ekkert með mótíð í Örstavik að gera, heldur félagsskap- ur, sem nefnist „Det norske Total- avholdsselskaps Ungdomsforbund“, (D. N. T. U.). Mér er sagt, að skrif- stofa þessa bindindissambands sé við Möllegate 24. Ég spyr um síma- númerið þar, hringi þangað í snatri og fæ að vita, að skrifstofustjórinn, að nafni. Hárneland, sé ekki við, en ég geti fundið hann kl. 14 næsta dag á skrifstofunni. Að fenginni þessari vitneskju hyggst ég að finna cand. philol. Hallvard Mageröy, form. N. S. U. A. (Norges Studerande Ungdoms Afholdsforbund), norska skólasambandsins. Það er fremur langt til Uranienborg terrassa 1, en þar býr hann. Ég þramma aftur eftir Karl Johansgate fram hjá konungs- höllinni, út úr hjarta borgarinnar. Ég hef' ekkert upp úr þessari för. Mageröy er ekki heima, ekki einu sinni i Oslo. Næsta dag kl. nákvæmlega 14 kem ég í skrifstofu D. N. T. U. Hár fyrir- mannlegur maður, dökkur yfirlitum, tekur á móti mér. Þetta er Hárneland. Handtak hans er festulegt og hlýlegt, sem og málfar hans. Hann segir mér, að aðalstöðvar D.N.T.U. séu í Þránd- heimi, að inótið hafi verið undir- búið þar, og þeir þar norðurfrá hafi ekkert látið sig vita um komu mina, og hann hafi þar af leiðandi ekkert hugsað fyrir farmiðum til örsta- vikur. Ég bölva í hljóði, en spyr, hvort ekki sé hægt að bjarga þessu nú. Hann svarar, að það geti orðið erfitt, því að nú fari margir burt úr borg- inni i sumarfrí, allar lestir séu yfir- fullar. „En það skal takast, verður að takast“, bætir bann við, tekur hatt sinn og bendir mér að koma með sér. Við förum á Statsbanenes Reisebyrá (Ferðaskrifstofu ríkis- járnbrautanna). Hárneland talar nokkra stund við afgreiðslumanninn, sem er allur af vilja gerður til að hjálpa okkur. Eftir ýtarlega rann- sókn og snúninga fæ ég farmiðann. Við þökkum manninum liðlegheit- in og förum. Ég eyði seinni hluta dagsins i flæking um borgina og' kvöldinu hcima hjá Hárneland. 7. júlí rennur upp. Það eru tveir dagar til brottfarar. Nokkrir skýja- hnoðrar svífa um himinhvolfið og syggja við og við á sólina. Ég nota daginn til að litast frekar um í horg- inni. Fyrir hádegi skoða ég National- galleriet (Þjóðlistasafnið), ásamt nokkrum Svíum, sem ætla á mótið í örstavik. Eftir hádegi rölti ég um í Frognerskemmtigarðinum og skoða hin miklu listaverk Gustavs Vige- lands. Kl. 1(5 er ég á Holmenkollen. Ég fer upp í turninn, sem ber hæst á hæðinni, og stari út yfir borgina. Langt í norðri sjást snævi þaktir fjallatindar, teygja sig tígulega til himins. Þegar ég kem heim á Sme- stadsvei um kvöldið, segi ég frúnni frá afreksverkum mínum. Hún lætur vel vfir. Braaten

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.