Hvöt - 30.04.1949, Page 20

Hvöt - 30.04.1949, Page 20
18 H V Ö T MORE FOLKEHÖGSKOLE. halda áfram til Alesund. Samkvæmt farseðli mínum, scm raunar er með- alskræða að þykkt til, á ég að gista á Hótel Victoria um nóttina. Kl. 7 næsta morgun lit ég dagsins ljós að nýju, rík á fætur og raka mig á 5 mínútum og slæ þar með öll hraðmet í rakstri. Eftir rúman klukkutima sit ég í stórum áætlunar- bíl á leið til Álesund. Vegurinn er góður, enda hefur sýnilega kostað mikið erfiði að leggja hann. Víða hefur mátt sprengja kletta og klungur og gera göng í gegnum björg, sem skaga í sjó fram. Veðrið er kyrrt, heitt og mollu- legt. Kjarrviður hlíðanna bærist ekki. Fjöllin speglast í kristalstæru djúp- inu. Ferðin tekur fjóra tíma. Alesund, höfuðstaður Sunnmöre, liggur út við Atlantshafið miðja vegu milli Bergen og Þrándlieims. Krans fagurra smáeyja skýlir bænum fyrir ágangi Ægis. Herskara hárra fjalla standa vörð í suðri og norðri. Eg stend og stari á þetta sköpunar- verk náttúrunnar, þegar nafn mitt er ncfnt að baki mér. Eg lít við. Arnljot og Inger eru ]>ar komin blaðskellandi að taka á móti mér. Þau virðast alls ekki út- tauguð af svefnleysi, þótt þau hafi komið til Álesund undir morgun og ekki sofnað dúr í bátnum eða síðan þau komu. Inger er blómleg og björt 4

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.