Hvöt - 30.04.1949, Síða 58

Hvöt - 30.04.1949, Síða 58
56 H V ö T Meistarinn og lærisveinninn Portagóras var einn hinna frægu lieimspekinga á 5. öld f. Kr. Einu sinni kom til hans ungur piltur, auðugur vel, og vildi nema af hon- um heimspeki og' mælskufræði. Sá hét Evaþlus. Þeir sömdu um kennslugjaldið, og átti lielmingur- inn að greiðast fyrirfram, en hinn helmingurinn, þegar Evaþlus hefði unnið fyrsta málið fyrir rétti. Evaþlus var nú hjá Portagórasi þar til hann var fullnuma. En hann tók ekkert mál að sér og vann þar af leiðandi ekkert mál, og ekki fékk Portagóras kennslneyrinn, sem eft- ir var. En er tímar liðu, fór Portagóras að lengja eftir kaupinu. Fór liann lil fundar við Evaþlus og sagði við hann: „Nii getur þii ekki sloppið lengur við að greiða mér kennslu- gjaldið, þvi að ég hefi ákveðið að fara sjálfur i mál við þig. Ef þú vinnur það mál, þá ert þú þar með skuldhundinn til að greiða mér kaupið, samkvæmt samningum, þar sem þú liefur þá unnið mál. En vinni ég málið, ert þú þar með dæmdur til að greiða mér kaupið, svo að þú kemst ekki á neinn veg undan þessu“. „Þetta er alls ckki svo,“ sagði Evaþlus. „Þvi að vinni ég mál- ið, þá segir dómurinn, að mér beri ekki að borga, en tapi ég mál- inu, þá he'fi ég enn ekkert mál unn- ið, og er því samkvæmt samningn- um ekki komið að gjalddaga. Mér ber þvi í hvorugu tilfelli að borga.“ Aðalstjórn S.B.S. skipa: FormaSur: Ingólfur A. Þorkelsson, Varaformaður: Finnbogi Júlíusson, Iðnskólanum. Meðstjórnendur: Jón Bjarnason, Samvinnuskólanum. Sæmundur Kjartansson, Hóskólanum. Jón Norðdahl. Ititnefnd Hvatar skipa: Þorvarður Örnólfsson, Háskólanum. Guðbjartur Gunnarsson, Kennarask. Jón Bjarnason, Samvinnuskólanum. PRENTAÐ í FÉLAGSPRENTSMIÐJU N NI H.F. S M Æ L K I. Kennarinn: „Hvers vegna kemurðu svona seint, Pétur?“ Pétur: „Ég vaknaði ekki fyrr en klukkan átta“. Kennarinn: „Og hvað varstu lengi að klæða þig?“ Pétur: „Tíu mínútur“. Kennarinn: „Ekki er eg svo lengi að klæða mig“. Pétur: „Já, en ég þvoði mér nú líka“. S. B. S. hefur afhent B. Æ. B. 1600,00 kr. í æskulýðshallarsjóð. Bindindisfélög Beykholts- og Laugar- vatnsskóla söfnuðu 1500 kr. að til- hlutan S. B. S., en auk þess sendu skólabörn á Eyrarbakka 100 kr. til form. S. B. S. og mæltu svo fyrir, að fé þetta skyldi fat'a i æ'skulýðs- hallarsjóð. Geri aðrir betur en börn- in. Stjórn S. B. 'S. færir þessum að- ilum beztu þakkir. En betur má, ef duga skal. Herðum söfnunina.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.