Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 65

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 65
61 Tilraun með áburðareiöf annað hvert ár á beitiland á hálendi Ólafur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir Árið 1982 hófst beitartilraun á ábornu landi á Auðkúluheiði. Hún var m.a. gerð til að meta hvort nægilegt væri að bera á beitiland á hálendi landsins annað hvort ár í stað þess að bera á á hverju ári. Tilraunin var gerð á fremur þurrum móajarðvegi sem borið hafði verið á á árunum 1974-1979. Árin 1982 og 1984 var svo borið aftur á landið, en ám með lömbum var beitt á það frá 1982 til 1985. Að meðaltali var beitarálag mjög svipað hvort sem um áburðargjöf var að ræða eða ekki (34. tafla). Sama er að segja um uppskeru við upphaf beitarinnar hvert sumar, enda áburðaráhrifanna ekki farið að gæta þau ár sem borið var á þegar fé var sett á landið. Við lok beitarinnar var uppskeran aftur á móti töluvert minni í þeim árum sem ekki var borið á. Meltanleiki gróðursins var lítill, bæði við upphaf og lok beitarinnar, og lítill munur milli þess þegar borið var á og þegar því var sleppt. Þó er eitthvað lægri meltanleiki við lok beitarinnar þau ár sem ekki var borið á. Mikill munur var á afurðum fjárins eftir því hvort borið var á landið eða ekki (35. tafla). Þau ár sem borið var á urðu þrif fjárins mun betri og fallþungi meiri heldur en þau ár sem ekki var borið á. Samkvæmt þessum niðurstöðum má því ætla að þörf sé á árlegri áburðargjöf á svipað land til þess að ná sömu afurðum við sambærilegan beitarþunga. Flest bendir til að fóðurfræðilegir þættir s.s. fóðurmagn og gæði valdi hér mestu, en ekki að gróðurfar versni þau ár sem ekki er borið á. Tilraunin var gerð með styrk frá Landsvirkjun í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga. Hörður Kristjánsson á Hæli í Torfalækjarhreppi lánaði fé í tilraunina. Niðurstöður hafa verið birtar í skýrslum til Landsvirkjunar. 34. tafla. Beitarálag, uppskera, in vitro meltanleiki og efnainnihald í gródri á ábornu landi i beilarlilraun á Auðkúluheiði. Meðferð Beitar- álag* Uppskera kg/ha Upph. Lok Meltanleiki % Upph. Lok Prótein % Upph. Lok Aska % Upph. Lok Áborin 147 620 830 56 56 13,0 8,2 10,6 12,0 sumur 325 700 870 57 54 13,6 9,6 10,0 11,9 1093 690 650 60 55 12,1 9,8 10,0 16,1 Óáborin 134 740 520 58 56 10,2 7,2 10,0 10,8 sumur 357 660 360 61 50 11,4 7,9 9,4 12,2 1012 600 160 59 46 12,4 8,0 9,5 12,6 * Beitarálag = kg lífþungi/tonn gróðurs (þe.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.