Fjölrit RALA - 10.05.1988, Side 80

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Side 80
76 Norræni genbankinn (RL 196) Áslaug Helgadóttir og Snorri Baldursson ísland hefur tekið þátt í störfum Norræna genbankans frá stofnun hans 1979. Markmið bankans er að varðveita og skrá erfðabreytileika í öllum plöntutegundum sem hafa hagnýtt gildi í landbúnaði og garðyrkju og þjóna með því plöntukynbótamönnum og öðrum rannsóknamönnum á sviði jarðræktar. Á undanförnum árum hefur verið gert sérstakt átak í að safna íslenskum stofnum af mel og hefur 22 stofnum verið safnað víðs vegar um landið. Hefur hluta þeirra verið sáð út í samanburðarathugun á Geitasandi. Haustið 1987 var safnað um 200 stöngullaukum af villilauk á Bæ í Bæjarsveit, Borgarfirði. Þar vex hann í túnjaðri innan um hálíngresi, háliðagras, húsapunt, túnsúru og fleiri tegundir. Vitað er að villilaukurinn hefur vaxið á Bæ um langan aldur og herma munnmæli að hann hafi verið fluttur þangað af Hræreki biskupi (1030-1049) sem stofnaði til fyrsta klausturs og skólahalds á íslandi að Bæ. Einnig var safnað berjum af reyniviði í Vatnsfirði á Barðaströnd, þar sem reyniviður vex villtur. Aðeins örfá tré báru ber og komu flest berin sem safnað var af u.þ.b. 15 trjám. Nokkrir íslenskir gulrófnastofnar eru í vörslu Rala og sumarið 1986 voru 10 slíkir stofnar bornir saman á Korpu. I ljós kom að breytileiki í ýmsum útlits- og vaxtareiginleikum er þó nokkur milli þeirra en flest bendir þó til þess að þeir eigi sér sameiginlegan erfðamassa. TÆRunda- og stofnaprófanir til landgræðslu (RL 67) Áslaug Helgadóttir Árið 1986 lauk tveimur umfangsmiklum stofnaprófunum á hálendinu. Við Gunnarsholt, Búrfell og Hrauneyjafoss var sáð 47 grasstofnum 1980 og á þremur stöðum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði var sáð 10 grasstofnum 1981. í þessum tilraunum voru könnuð áhrif beitar og áburðarsveltis á gengi stofnanna. Aðeins örfáir stofnar reyndust nógu vetrarþolnir til þess að unnt sé að mæla með sáningu þeirra. Á friðuðu landi bar beringspuntur frá Alaska af öllum öðrum stofnum. Fast á hæla honum komu íslensk snarrót og túnvingulsstofnarnir Leik og Sturla (14. mynd). Snarrót þoldi hins vegar beit best allra stofna. í ljós kom að vallarsveifgras þoldi áburðarskort að jafnaði betur en túnvingull. Gengi stofnanna var nokkuð misjafnt eftir tilraunastöðum. Ræður þar ugglaust mestu misjafnt veðurfar og ólíkir jarðvegsþættir. Á grundvelli niðurstaðna úr þessum athugunum var mælt með því að sáð væri blöndu af vel aðhæfðum stofnum og náttúruöflunum látið eftir að vinsa úr þá stofna sem best henta á hverjum stað. Til þess að prófa þessa tilgátu var lögð út ný stofnatilraun á Hafinu norðan Búrfells sumarið 1986. Þar var sáð íslenskri snarrót og beringspunti í blöndu með ýmsum grasstofnum, s.s. Leik og 0305 túnvingli, Fylkingu vallarsveifgrasi og íslensku blásveifgrasi. Eru tilraunareitir bæði friðaðir og beittir og áburðarskammtar eru tveir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.