Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 92

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 92
88 grassins í tilraununum á Korpu. Er hún líklega réttari mælikvarði við samanburð á áburðartímum en heyuppskeran því að slætti er að jafnaði heldur seinkað eftir því sem seinna er borið á. Þá kemur í ljós að það er einungis í hlýjum vorum sem jafnvel hefur gefist að bera á um 10. maí og um 25. maí, en í köldum vorum gefst seinni áburðartíminn betur. í báðum tilfellum hefur hins vegar verið álíka óhagstætt að draga áburðardreifingu fram um 10. júní. Hagkvæmasti dreifingartími er gefinn til kynna á myndinni og nær hann yfir mun þrengra bil á köldu vori en hlýju. Skiptingu áburðar, þar sem tún er tvíslegið, hefur varla verið gefinn sá gaumur sem skyldi. Tilraunaniðurstöður hafa jafnan sýnt að heildaruppskera er svipuð hvort sem allur áburður er borinn á að vorinu eða hluti hans er borinn á milli slátta, en nýting áburðar, mæld sem upptaka, er heldur lakari ef áburði er skipt. Skipting uppskerunnar á slætti er hins vegar ólík og áburður milli slátta hefur áhrif á gæði seinni sláttar. Tilraunaárangur er nokkuð ólíkur eftir grastegundum. Vallarfoxgras virðist öðru grasi viðkvæmara fyrir því að áburðardreifing dragist og áburður milli slátta skilar sér verr en hjá öðru grasi, enda heldur það lengi áfram örri sprettu ef sláttur dregst. Það verður hins vegar á kostnað heygæða. Búveðurfræði Vaxtarathuaun á kartðOum (RL 16) Sturla Friðriksson og Tryggvi Gunnarsson Um tveggja áratuga skeið, eða allt frá árinu 1967, hefur verið fylgst með þroskaferli kartöflustofna á tilraunastöðinni að Korpu. Vaxtarmælingarnar má nota til samanburðar við veðurfarsmælingar á staðnum. Flest árin hefur útsæðið verið sett niður í garðlandið, sem er méluborinn móajarðvegur, í fjórðu viku maímánaðar er hiti í 10 cm jarðvegsdýpt hefur náð um 6°C. Hver stofn er settur niður í 24 reiti sem mynda tvær endurtekningar. Átta útsæðiskartöflur (35 g) eru í tveimur röðum í hverjum reit, þannig að 30 cm bil er á milli plantna og 60 cm milli raða. Borinn hefur verið á garðáburður sem samsvarar 2,7 tonnum á hektara og oftast hefur illgresiseyði verið dreift á reiti áður en kartöflugrös koma í ljós. Yfir sumarið er hæð kartöflugrasa mæld vikulega og uppskera grasa og kartaflna vegin og þurrefni ákvarðað. Lengst af hefur Helgu-stofninn og Rauðar íslenskar kartöflur verið í tilrauninni og á 17. mynd má sjá að mikill munur getur verið á uppskerunni frá einu ári til annars. Þannig var uppskeran árið 1983 aðeins þreföld miðað við það sem niður var sett en árið 1976 var uppskeran nær því fimm sinnum meiri en hún var í lakasta árinu, eða fjórtánföld borið saman við það sem niður var sett. Veðurfar pg bygg (RL 104) Jónatan Hermannsson Undanfarin sjö ár hefur röð þessara tilrauna verið gerð á fjórum stöðum og er ætlunin að safna þannig upplýsingum um áhrif veðurfars á vöxt og þroska byggs. Sáð hefur verið sex afbrigðum í tvo til þrjá samreiti á hverjum stað. Reitir hafa verið 0,45 m2 að flatarmáli en sáð í þá korn fyrir korn, þannig að 5 sm hafa verið milli plantna á hvern veg. Reynt hefur verið að sá og skera upp á sama tíma, hafa reitina á sama stað og gefa þeim sama áburð ár frá ári. Uppskeran er svo mæld og metin á ýmsa vegu og verða þær niðurstöður síðar notaðar til samanburðar við veðurfar hvers tíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.