Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 17
ELDI SLÁTURKÁLFA 15
TAFLA VIII - TABLE VIII
Framhald — Continued
Kálfunum raðað eftir þyngd við burð
Order according to live-weight at birth
1964 1965
Þyngd Kjöt- Þyngd Kjöt-
Nr. viS burð þungi Nr. við burð þungi
No. Birth Carcass No. Birth Carcass
weight weight weight weight
kg kg kg kg
2 33.5 60.1 6 36.0 64.3
11 33.5 55.0 8 33.5 62.6
3 32.0 63.3 5 33.5 58.9
12 32.0 44.1 11 32.0 59.8
Samt. Total 131.0 222.5 Samt. Total 135.0 245.6
4 31.0 56.8 12 31.0 57.9
1 30.0 59.1 4 30.5 51.2
6 30.0 52.9 3 30.5 57.4
9 29.5 48.5 2 30.0 61.9
Samt. Total 120.5 217.3 Samt. Total 122.0 228.4
8 29.0 56.2 9 30.0 60.1
10 29.0 48.2 1 29.5 53.3
5 28.5 46.6 10 29.0 56.2
7 26.0 58.6 7 27.5 50.3
Samt. 112.5 209.6 Samt. 116.0 219.9
Total Total
kálfarnir undan Sokka (1—6) dálitlu þyngri,
vegnir lifandi, en Númasynir, en hinir síð-
arnefndu mælast þó eins vel og fá heldur
betri sláturþunga, svo að þetta jafnast al-
veg upp.
I ljós kom í þessari tilraun, eins og þeirri
fyrri, að illa gekk að fá alla kálfana til
að drekka upp það íóður, er þeim var ætl-
að. Ekki voru þó nein vandkvæði á þessu
að öllum jafnaði, en einstaka sinnum, jafn-
vel nokkra daga í röð, gengu sumir þeirra
frá leifurn. Þessar leifar eru dregnar frá
heildarfóðrinu fyrir hvern kálf og fæst þá,
hve rnikið fóður hver kálfur hefur nýtt
raunverulega (samanber töflu VII). Þetta
fóður er síðan umreiknað í fóðureiningar
(F.E.) og því næst reiknað út, hve mikið
fóðurgildi hefur þurft til að framleiða
hvert kg af vaxtarauka í lifandi þunga og
livert kg af kjöti. Þessi útreikningur þarf
þó skýringa við. I fyrsta lagi er útreikn-
ingurinn byggður á meðalfóðureyðslu á
kálf og þar með búið að gera nokkurn
jöfnuð á rnilli kálfanna, sem ekkert tillit
er tekið til. í öðru lagi er ekki alveg ljóst,
hvernig leggja má fóðrið í F.E. í fyrri til-
rauninni var talin 1.5 F.E. í kg af þurr-
mjólkurblöndunni. Nú var meira af und-
anrennumjöli í blöndunni en þá var, og
rýrir það eitthvað fóðurgildi hennar, og er
því gizkað á 1.4 F.E. í kg af blöndunni að
þessu sinni. Þá er rétt að vekja athygli á
því, að til rnála gat komið að reikna að-
eins með fóðurþörf á kg af kjötaukningu
í stað þess að gera ráð fyrir öllu kjötinu
við slátrun. Á það má þó benda, að auk
þess sem ekki er vitað um kjötið á kálf-
unum nýbornum, er það tvímælalaust verð-
lítið samanborið við kjöt alikálfanna 105
daga gamalla. Er því réttlætanlegt að ganga
frarn hjá því í þessum útreikningi.
Nýmjólkin er reiknuð eins á alla kálf-
ana eða 7 F.E. á kálf.
Hugleiðingar um þrif kálfanna
i tilraununum 1964 og 1965 o. fl.
Ekki er ófróðlegt að athuga ýmislegt í
sambandi við þessar tilraunir, sem haft
getur áhrif á þrif kálfanna, þótt viður-
kenna verði, að efniviðurinn sé of lítill til
slíkra rannsókna.
Þegar hefur verið að því vikið, að enginn
augljós mismunur kom í Ijós, er rakinn