Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 75
VAXTARKJÖR GRÓÐURS VIÐ SKAFL 73
TAFLA5
Bráðnun jarðklaka í stöð 8, borin saman
við jarðvegshita í 5 cm dýpi í stöð 6,
dagana 11.—19. júní.
Melting of ground ice at site 8 and mean
temperature in soil at 5 cm depth in site 6,
June 11—19.
Athugunar- dagur Observation dates Bráðnun (cm) Melting Meðalhiti jarðvegs Mean temp. in soil °C
1.-2. 2,2 5,3
2.-3. 0,8 6,9
3.-4. 0,1 9,2
4.-5. 1,3 9,9
5.-6. 1,1 10,2
6.-7. 1,7 11,3
7.-8. 1,1 10,9
8.-9. 1,7 8,7
niður á klakann, og varð hann æ þynnri
eftir því sem leið á vorið. Fróðlegt hefði
verið að fylgjast nákvæmlega með því,
hvort klakinn bráðnaði og þynntist aðeins
að ofan, en þar sem þykktarmælingarnar
voru ónákvæmar, er erfitt um það að dæma.
Efsta borð jarðvegsins hitnar fyrst á vor-
in, en hitinn færist smám saman niður í
jörðina. Er það þessi hiti, sem einkum
bræðir klakann að ofan. Aljrekkt er, að
frost nær takmarkaðri dýpt frá yfirborði
jarðar að vetri, og hugsanlegt er, að varmi
að neðan geti brætt neðra borð klakans.
Virðist þetta þó gerast í fremur litlum
mæli. Bráðnunin er því að mestu leyti háð
jarðvegshitanum, sem berst frá yfirborð-
inu. Jarðvegshitinn (meðalhiti) í stöð 6 og
bráðnunin í stöð 8 eru borin saman í töflu
5. Sem fyrr fór jarðvegshitinn vaxandi
fram að tveimur síðustu dögunum. Hins
vegar var bráðnunin lítið breytileg frá degi
til dags, enda ekki viðbúið, að smávægi-
legar hitasveiflur jarðvegsins, sem komu
fram við mælingar í 5 cm dýpi, hefðu stór-
kostleg áhrif á bráðnun í um 30 cm dýpi.
Vaxtarmælingar
Mismunandi vöxtur einstakra grasa af
sömu tegund og stofni stafa mest megnis
af breytilegum vaxtarkjörum, þar sem erfða-
eiginleikar þessara grasa eru varla verulega
frábrugðnir. Mælingu á lengdarvexti grasa
má í vissum tilfellum nota sem mælikvarða
á vaxtarkjör og Jiar með uppskeru.
1 Jressari athugun voru mæld grös, sem
uxu á hugsaðri línu, er dregin var frá
austri til vesturs, þvert yfir skaflinn, sam-
síða þeirri, sem hitamælingarnar voru gerð-
ar á. Ætlunin var að kanna, hvort vöxtur
grasa yrði mismikill eftir því, hver kjör
Jrau hlutu um vorið. Með eins metra milli-
bili voru valdir tveir grasasprotar, Jreir
mældir og merktir með hækkandi númerum
frá austri til vesturs. Bezt hefði verið að
velja einungis grös ákveðinnar tegundar,
en erfitt var að greina tegundir svo snemma
vors. Voru Jjví valdir þeir sprotar, sem
Jrroskavænlegastir þóttu. Eins og frá er
greint í inngangi, vildi svo til, að svæðið
var tvískipt að aldri og ræktun. Var eystri
hlutinn ári eldri að ræktun en svæðið vest-
an við stöð 3. Mæld voru 76 grös, og skipt-
ast þau þannig niður á grastegundir:
Alls Fjöldi 1 vestari grasa I eystri
Túnvingull .... 2 hluta 2 hluta
Háliðagras 5 5
Vallarfoxgras .. . 10 10
Flálíngresi 14 12 2
Vallarsveifgras . . 43 21 22
Tvö grös drápust.
Af þessu sést, að vallarsveifgrasið varð
í miklum meirihluta, bæði í eystri og vest-