Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 32

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 32
30 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR mun meira á vexti vallarfoxgrassins og há- liðagrassins, enda er þroski þeirra bráðari en þroski túnvinguls og vallarsveifgrass. Sumarið 1960 var vallarsveifgrasið nær horfið úr öllum reitum, en aðrar tegundir höfðu yfirleitt lifað af veturinn. Bar þá strax á áhrifum hæðar yfir sjó á mismun- andi vöxt tegundanna, og var áberandi, hve reiturinn á Skálafellstindi var lakast- ur, enda var þar auðsjáanlega hið mesta veðravíti. Á athugunarsvæðinu á Kýrhóla- hæð reyndist jarðvegur svo rakur, að sáð- gresi átti rnjög örðugt uppdráttar, og þar gætti áhrifa áburðar einnig mjög lítils. Er sá staður því varla sambærilegur við hina um gróðurskilyrði. Þegar í stað varð auðsær munur á frið- uðu sáðreitunum, sem höfðu fengið áburð, og þeim, sem lágu utan girðingar og voru óvarðir fyrir beit. Á öllum athugunarsvæð- um var óvarða sáðgresið rótbitið og það svo snemma sumars, að ekki voru tök á að gera neinar hæðarmælingar á því. Beitin og átroðningurinn drógu eðlilega úr vexti sáðtegundanna utan girðinga, miðað við það, sem var á vörðu tegundunum, og sýna mælingar, sem gerðar voru á þéttleika gróð- ursins, að vörðu reitirnir höfðu þétzt örar en þeir bitnu. Var þetta einkum áberandi á Skálafellstindi. Var því auðsætt, að beit á nýjum sáðlöndum dregur úr svarðmynd- un sáðgrasanna, miðað við svarðmyndun á friðuðu landi. En auk þess má álykta, að beitin dragi þeim mun meir úr svarðmynd- un grasanna sem skilyrði eru örðugri fyrir sprettuna, t. d. vegna hæðar yfir sjó. Eins og fyrr getur, var talsverður munur á upphaflegu gróðurfari hinna ýmsu at- hugunarsvæða, og er gróðurfarið auðsján- anlega bundið ákveðnum vaxtarskilyrðum, senr ríkja í mismunandi hæð yfir sjó. Þannig uxu mestmegnis háfjalla- og mela- plöntur á Skálafelli, en á Skeggjastöðum var algengur móagróður, og þar varð teg- undafjöldinn meiri (tafla I). Á Skálafelli jókst vöxtur þessara villtu jurta við áburðargjöfina, og bar einkum á aukningu hálfgrasa í 670 m hæð eftir fjög- urra ára ræktun á óvörðu landi (tafla II). Á þeim tveimur athugunarstöðum, sem lægst lágu, gætti villta gróðursins ekki eftir endurtekna áburðargjöf, þar sem sáðgrösin yfirgnæfðu og þöktu að lokum alla reitina. Hinar ýmsu tegundir grasa, sem sáð var til, spruttu þó misvel. Enda þótt mest bæri á vallarfoxgrasi og háliðagrasi í fyrstu, bar túnvingullinn af að lokum um þol og þétt- leika. Næst konr vallarfoxgrasið, en háliða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.