Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 68
66 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 2. Þverskurðarteikning af athugunarstað 11. júní 1967.
Cross section of observations siles June 11, 1967.
hverfis og undir síðleystum skafli verði
fyrir varanlegu tjóni af völdum kals.
LÝSING Á ATHUGUN
Athugun þessi var gerð sumarið 1967 á
túninu á Skörðum í Reykjahverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu (mynd 1 a, b og c). Um vorið
var mældur jarðvegshiti í 5 cm dýpi undir
sverði túnsins, þykkt snjóskafls og þykkt og
dýpi klaka. Síðan var grasvöxtur mældur
og uppskera.
Athugun hófst 11. júní, og var tilrauna-
svæðið þá þegar girt 37.0 mX7-5 m girð-
ingu, þar eð ám var enn beitt á tún. Til-
raunasvæðið var valið þannig, að 22 m
breiður skafl var í því miðju, og kom
gróður undan honum beggja vegna. Skafl-
inn lá í halla, sem sneri móti vestri (mynd
2). Voru sex athugunarstöðvar staðsettar
með 6 m millibili eftir línu, sem dregin
var yfir þveran skaflinn frá austri til vest-
urs. Stöðvarnar voru merktar frá 1 til 6,
og var sú austasta nr. 1 og lá efst í athug-
unarlandinu. Helzt átti landið að vera
jafnt, áður ókalið og hafa sprottið vel
undanfarin ár. Erfitt var að dæma um
þessi atriði, enda kont í ljós, að kalskemmd-
ir voru dálitlar neðst í svæðinu, rétt neðan
við stöð 6, og allmiklar nokkru neðan við
svæðið. Svæðið var allt ræktaður lyngmói,
en þó kom í Ijós, að það var ekki allt
samfellt, þar sem efri hluti svæðisins var
ræktaður 1963, en neðri hlutinn ekki fyrr
en ári síðar. Þetta olli nokkrum gróðurfars-
mun, þar sem ekki hafði verið sáð sömu
fræblöndu bæði árin. Efst var háliðagras
ríkjandi ásamt vallarsveifgrasi, en neðar óx
vallarfoxgras ásamt vallarsveifgrasi og há-
língresi.
Þykkt skafls og jarðklaka var mæld með
yddum járnteini, sem stungið var niður í
gegnum skafl eða jörð. Hiti í jarðvegi var
mældur með kvikasilfursmælum, fengnum
að láni hjá Veðurstofunni. Mælarnir voru
settir í jörð á stöðvunum, jafnóðum og
þær komu undan snjónum. í stöð 3, sem
var í miðjurn skafli, var hiti mældur undir
skaflinum með löngum mæli í plasthólki,
sem náði gegnum skaflinn. í stöð 5 voru
settir lágmarks- og hámarkshitamælar, sem
einnig mældu í 5 cm dýpi. Mæling á loft-
hita og öðrum þáttum veðurs var ekki
framkvæmd, en stuðzt er við veðurathug-
anir frá nálægum veðurathugunarstöðvum
(Staðarhóli og Sandi í Aðaldal).
Jafnóðum og gróður kom undan skafl-
inum og sprotar á grösum voru sýnilegir,