Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 47

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 47
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969, 1: 45-63 Efnainnihald og meltanleiki nokkurra úthagaplantna II Rannsóknir á íslenzkum beitilöndum Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Ritgerð þessi fjallar um niðurstöður rannsókna á efnamagni og meltanleika nokk- urra algengra úthagaplantna, sem safnað var í Heiðmörk og á Hvanneyri 1965—1966. Niðurstöðurnar eru sýndar í súluritum og eru auk þess ræddar í stuttu máli. Niðurstöðurn- ar eru í meginatriðum samhljóða fyrri niðurstöðum, sem birtar voru 1965. INNGANGUR Arið 1965 kom út á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans ritið Efnainni- hald og meltanleiki nokkurra úthaga- plantna eftir Ingva Þorsteinsson og Gunn- ar Ólafsson. í riti þessu voru niðurstöður efnagreininga á 13 tegundum algengra út- hagaplantna, er safnað hafði verið á til- raunastöðvunum á Korpúlfsstöðum og Reykhólum árin 1961—1962. Ritgerð sú, sem hér birtist, er beint fram- hald hinnar fyrri. í henni eru niðurstöður efnagreininga og meltanleikaákvarðana, er gerðar voru á tíu tegundum plantna, sem safnað var í úthaga í Heiðmörk við Reykja- vík og á Hvanneyri árin 1965—1966. Rannsóknir þessar voru frábrugðnar hin- um fyrri að því leyti, að meltanleiki var nú ákvarðaður í öllum tegundum, en að- eins í fjórum áður. Við Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur nú fengizt aðstaða til slíkra ákvarðana, sem áður þurfti að framkvæma erlendis. Natríum var ekki ákvarðað nú. í rannsóknum þessum hefur verið ákvarð- að efnainnihald í 20 tegundum og meltan- leiki í 13 þeirra. Hér er ekki urn mikinn fjölda tegunda að ræða, en engu að síður eru þær mikill hluti þess fóðurs, sem sauð- fé bítur í íslenzkum úthögum. Nokkrar eftirsóttustu beitarplönturnar hafa þó ekki enn verið rannsakaðar á þennan hátt, en þessum rannsóknum mun haldið áfram. AÐFERÐIR OG EFNI Söfnun sýnishorna í Heiðmerkurgirðingunni við Reykjavík var safnað sjö tegundum úthagaplantna í mólendi á tímabilinu 15. maí 1965 til 15. júní 1966. Á Hvanneyri var safnað fjórum tegundum í óframræstri mýri á tímabilinu 1. júní 1965 til 15. júní 1966. Tegundirn- ar, sem safnað var, eru sýndar í töflu 1. Vegna langvarandi friðunar Heiðmerkur hefur gróðurfar þar tekið miklum stakka- skiptum. Ýmsar hávaxnar blómplöntur, t. d. blágresi og hrútaber, eru víða ríkjandi, en þær eru tæplega á ófriðuðu landi. Söfnun vallelftingar, blágresis og hrúta- berjalyngs hófst ekki fyrr en í júní vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.