Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 47
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1969, 1: 45-63
Efnainnihald og meltanleiki nokkurra úthagaplantna II
Rannsóknir á íslenzkum beitilöndum
Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit. Ritgerð þessi fjallar um niðurstöður rannsókna á efnamagni og meltanleika nokk-
urra algengra úthagaplantna, sem safnað var í Heiðmörk og á Hvanneyri 1965—1966.
Niðurstöðurnar eru sýndar í súluritum og eru auk þess ræddar í stuttu máli. Niðurstöðurn-
ar eru í meginatriðum samhljóða fyrri niðurstöðum, sem birtar voru 1965.
INNGANGUR
Arið 1965 kom út á vegum búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans ritið Efnainni-
hald og meltanleiki nokkurra úthaga-
plantna eftir Ingva Þorsteinsson og Gunn-
ar Ólafsson. í riti þessu voru niðurstöður
efnagreininga á 13 tegundum algengra út-
hagaplantna, er safnað hafði verið á til-
raunastöðvunum á Korpúlfsstöðum og
Reykhólum árin 1961—1962.
Ritgerð sú, sem hér birtist, er beint fram-
hald hinnar fyrri. í henni eru niðurstöður
efnagreininga og meltanleikaákvarðana, er
gerðar voru á tíu tegundum plantna, sem
safnað var í úthaga í Heiðmörk við Reykja-
vík og á Hvanneyri árin 1965—1966.
Rannsóknir þessar voru frábrugðnar hin-
um fyrri að því leyti, að meltanleiki var
nú ákvarðaður í öllum tegundum, en að-
eins í fjórum áður. Við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hefur nú fengizt aðstaða
til slíkra ákvarðana, sem áður þurfti að
framkvæma erlendis. Natríum var ekki
ákvarðað nú.
í rannsóknum þessum hefur verið ákvarð-
að efnainnihald í 20 tegundum og meltan-
leiki í 13 þeirra. Hér er ekki urn mikinn
fjölda tegunda að ræða, en engu að síður
eru þær mikill hluti þess fóðurs, sem sauð-
fé bítur í íslenzkum úthögum. Nokkrar
eftirsóttustu beitarplönturnar hafa þó ekki
enn verið rannsakaðar á þennan hátt, en
þessum rannsóknum mun haldið áfram.
AÐFERÐIR OG EFNI
Söfnun sýnishorna
í Heiðmerkurgirðingunni við Reykjavík
var safnað sjö tegundum úthagaplantna í
mólendi á tímabilinu 15. maí 1965 til 15.
júní 1966. Á Hvanneyri var safnað fjórum
tegundum í óframræstri mýri á tímabilinu
1. júní 1965 til 15. júní 1966. Tegundirn-
ar, sem safnað var, eru sýndar í töflu 1.
Vegna langvarandi friðunar Heiðmerkur
hefur gróðurfar þar tekið miklum stakka-
skiptum. Ýmsar hávaxnar blómplöntur, t.
d. blágresi og hrútaber, eru víða ríkjandi,
en þær eru tæplega á ófriðuðu landi.
Söfnun vallelftingar, blágresis og hrúta-
berjalyngs hófst ekki fyrr en í júní vegna