Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 48
46 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
TAFLA 1 - TABLE 1
Tegundir, sem safnað var.
Species sampled at each site.
Heiðmörk
Túnvingull — Festuca rubra
Vallelfting — Equisetum pratense
Sortulyng — Arctostaphylos uva ursi
Birki — Betula pubescens
Gulvíðir — Salix phylicifolia
Blágresi — Geranium silvaticum
Hrútaber — Rubus saxatilis
Hvanneyri
Túnvingull — Festuca rubra
Mýrelfting — Equisetum palustre
Klófífa — Eriophorum anguslifolium
Fjalldrapi — Betula nana
þess, hve seint þessar tegundir hefja vöxt
á vorin, og ekki var unnt að safna þeim á
veturna vegna þess, að þær voru þá alsöln-
aðar. Vallelftingu var ekki safnað 1966.
Einni tegund, túnvingli, var safnað á báð-
um stöðum.
Söfnun var þannig háttað, að í Heið-
mörk var safnað á hálfsmánaðarfresti, hinn
1. og 15. hvers mánaðar, til septemberloka.
Frá 1. október 1965 til 1. maí 1966 var safn-
að mánaðarlega, en síðan hálfsmánaðarlega
að nýju.
Á Hvanneyri var safnað hálfsmánaðar-
lega, en söfnun féll þar algerlega niður
vegna ísalaga frá 15. desember 1965 til 1.
apríl 1966.
Við söfnunina var fylgt sömu reglu og
áður. Hverri tegund var safnað á sama stað
til þess að koma í veg fyrir breytingar og
mismun vegna ólíkra gróðurskilyrða.
Af lyngi og öðrum runngróðri var safn-
að laufi og ársprotum, en af jurtkenndum
tegundum var aðeins safnað grænum
plöntuhlutum á sumrin.
EFNAGREININGAR OG
MELTANLEIKAÁKVÖRÐUN
í öllum sýnishornum var ákvarðað magn
af hráeggjahvítu, fosfór, kalsíum, kalíum
og magníum. Þá var ákvarðaður meltan-
leiki þurrefnis með hinni nýju In-vitro-
aðferð, sem lýst er í riti Atvinnudeildar
nr. 17 í A-flokki (Ingvi Þorsteinsson og
Gunnar Ólafsson 1965).
Hráeggjahvíta var ákvörðuð með Kjel-
dahl-aðferð. Kalsíum og magníum var
ákvarðað með EDTA-títreringu, en kalíum
og natríum með logaljósmælingu.
VEÐURFAR
Tafla 2 sýnir meðalhita og úrkonmmagn
á söfnunarstöðunum þann tíma, sem sýnis-
hornum var safnað. Hólmur við Reykjavík
er sú veðurathugunarstöð, sem næst er
Heiðmerkursvæðinu. í Heiðmörk eru að
vísu gerðar úrkomumælingar á sumrin, en
ekki hitamælingar. Samanburður sambæri-
legra úrkomumælinga á Hólmi og í Heið-
mörk sýnir, að úrkomumagnið er ávallt
meira í Heiðmörk, og eykst munurinn eftir
því sem innar dregur í Mörkina. Sýnis-
hornum var hins vegar yfirleitt safnað
neðarlega í Heiðmörk, og má því gera ráð
fyrir, að mælingarnar á Hólmi gefi all-
rétta hugmynd um úrkomu og hita á söfn-
unarstöðunum.
Við samanburð á veðurfarinu á Hólmi
og Hvanneyri þá mánuði, sem sýnishorn-
um var safnað, kemur í Ijós, að meðalhit-
inn er yfirleitt hærri á Hólmi. Aðeins einn
mánuð er hann hærri á Hvanneyri, í júlí
1965, og í október það ár er hann hinn
sami á báðum stöðunum. Úrkoma er einnig
mun hærri á Hólrni en á Hvanneyri alla
mánuði nema febrúar 1966.
Miðað við meðalár (1931—1960) var vor-
ið 1965 fremur hagstætt á Suður- og Suð-
vesturlandi. Hiti var þá aðeins yfir meðal-