Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 51
EFNAINNIHALD OG MELTANLEIKI ÚTHAGAPLANTNA 49
TAFLA 3 framhald — TABLE 3 continued
H vanneyri
Dagsetning Túnvingull Mýrelfting Klófífa Fjalldrapi
1965
1/6 Allaufgað Blómgun hefst Allaufgað
15/6 AS skríða
1/7 Alskriðið
15/7 Alblómgað
1/8 Þroskað fræ
15/8 Sölnun hefst Sölnun hefst Sölnun hefst
1/9 Sölnun liefst
15/9 Sölnuð
1/10 Alsölnuð
15/10 Alsölnað Aflaufgað
1966
1/5 Laufgun hefst
15/5 Laufgun hefst
1/6 Laufgun hefst
15/6 Allaufgað Allaufgað
Allar tegundirnar höfðu náð fullum
þroska 1.—15. ágúst, og þá tóku þær að
sölna. Sölnun vallelftingar hófst jafnvel
löngu fyrr. Raunverulegur vaxtartími þess-
ara tegunda er því aðeins 2—21/, mánuður,
en slíkur gróður hefur ýmsa möguleika til
að Ijúka æviskeiði sínu á þeirn stutta tíma,
sem er til umráða (Bliss, 1962).
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður efnagreininga og meltanleika-
rannsókna á plöntum úr Heiðmörk eru
sýndar í súluritum á 50.—57. bls. og frá
Hvanneyri á 57.-62. bls.
Við teikningu súluritanna er ekki tekið
tillit til mismunandi langs tíma milli safn-
ana, en eins og að framan greinir, var yfir-
leitt safnað hálfsmánaðarlega á sumrin, en
mánaðarlega á veturna.
Heiðmörk
Meltanleiki þurrefnis
Sé meltanleiki þurrefnis í fóðri 60%, þarf
að jafnaði um 2 kg af þurrefni í hverja
fóðureiningu (F. f. e.), og ofan þeirra marka
telst hann hár.
Meltanleiki er mjög breytilegur eftir
tegundum. Hann er hæstur á sumrin í
sumargrænu jurtunum, blágresi, hrúta-
berjalyngi, túnvingli og vallelftingu. í
runntegundunum, birki, sortulyngi og víði,
er meltanleikinn mjög lágur. Hann lækkar
yfirleitt, er líður á vaxtartímann, en veru-
legrar lækkunar fer ekki að gæta fyrr en
í september. Meltanleiki sortulyngs breyt-
ist lítið og er hærri um veturinn en í öðr-
um tegundum.