Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 66
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969, 1: 64-80 Athugun á vaxtarkjörum túngróðurs við skafl Bjarni E. Gubleifsson og Sturla Friðriksson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Athugun var gerð á vaxtarkjörum grasa við skaflrönd og fylgzt með áhrifum kjaranna á vöxt gróðurs, sem kom missnemma undan skafli. Aðstaða til þeirrar könnunar fékkst á Skörðum í Reykjahverfi, S.-Þingeyjarsýslu, sumarið 1967, en það ár lá skafl í túni iangt fram eftir vori. Jarðvegshiti var mældur þrisvar á dag í 5 cm dýpi við skaflinn og fylgzt með bráðnun skafls og jarðklaka. Mælingar voru gerðar á sex athugunarstöðum með 6 m millibili yfir þveran skaflinn. Jafnóðum og gróður kom undan skafli, voru hafnar mælingar á vexti einstakra gras- tegunda og síðan fylgzt með magni og efnasamsetningu uppskerunnar. Kalskemmdir við skafl voru athugaðar. Athyglisvert var, að kalskemmdir voru einungis þar, sem klaki var í jörðu, en undir skaflinum hafði ekki kalið. Gróður, sem lá lengst undir skafli, var síðbúnari en annar gróður framan af vaxtarskeiði, en var aftur á móti eggja- hvííuauðugri. Munur þessi minnkaði, þegar leið að lokum vaxtarskeiðsins. INNGANGUR Tún og beitilönd eiga að ge£a mikla upp- skeru, en uppskeran þarf jafnframt að vera lostæt og næringarauðug. Breytileg kjöi á vaxtartímabilinu liafa jafnan áhrif á uppskeruna. Nýsprottið gras er frábrugð- ið þroskuðu grasi að fóðurgildi, en í ís- lenzkum túnum og beitilöndum er grösum rneðal annars mismunað vegna þess, að vöxtur þeirra allra liefst ekki samtímis. Er snjó leysir af gróðurlendi að vori og gróður dafnar, má oft sjá sauðfé sækjast mjög eftir nýgræðingnum. Að áliðnu sumri má einnig sjá fé leita beitar við jaðra síð- leystra skafla, enda þótt meiri uppskeru virðist vera að fá af öðru gróðurlendi. Síð- leystir skaflar ættu því að vera forða- geymsla fyrir kjarnmikinn nýgræðing, sem verður aðgengilegur fyrir sauðfé síðla sum- ars. Talið er, að nýgræðingur sem þessi sé trénisminni og auðmeltari en eldri gróður og einnig sé efnainnihaldið hagstæðara, þar sem hann er auðugur að eggjahvítu og auðleystum sykrungum. Eðlilega hlýtur gróður, sem kemur mis- snemma undan snjó, að rnæta ólíkum vaxt- arkjörum. Vorgróður, sem getur þegar haf- ið vöxt af auðri jörð, fær í upphafi mis- góð veðurskilyrði, en langan vaxtartínra. Gróður, sem kemur seint undan skafli, er þeirn mun síðbúnari, en hrekst ekki í vor- hretum. Hann nýtur strax sumarveðráttu og ætti því í upphafi að vaxa örar. Þessi ólíku kjör í upphafi vaxtar liafa óefað mikil áhrif á þroska gróðursins fyrst í stað, ef til vill allt sumarið. Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér verður greint frá, var fyrst og fremst að kanna nokkra þætti vaxtarkjara, sem íslenzkur túngróður nýt- ur. Reynt er að leiða í ljós, hvernig þau vaxtarkjör hafa áhrif á magn og gæði upp- skerunnar, og sérstaklega, hvort gróður um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.