Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 59
EFNAINNIHALD OG MELTANLEIKI ÚTHAGAPLANTNA 57
HVANNEYRI
I I Fjalldrapi - Betula nana
Klófífa - Eriophorurn angustifolium
15/10 1/11 15/11 1/12 15/12 15/4 '66 1/5 15/5 1/6 15/6
Hvanneyri
Meltanleiki
Mýrelfting hefur hæstan meltanleika þeirra
tegunda, sem safnað var á Hvanneyri, og
helzt hann hár fram í september. Meltan-
leiki túnvinguls er einnig allhár fram í
ágúst, þá lækkar hann ört og er um 30%
um veturinn, eða svipaður og í Heiðmörk.
Meltanleiki fjalldrapa og klófífu er mjög
lágur allt árið og með því lægsta, sem
fundizt hefur í íslenzkum úthagaplöntum.
Hæsta gildi fjalldrapa er t. d. 38%, en kló-
fífu 45%. Á veturna lækkar meltanleiki
Jiessara tegunda niður í 15%.
Hráeggjahvita
Eggjahvítuinnihaldið er hæst í júní bæði
árin. Síðan lækkar það stöðugt og nær lág-
marki í október—nóvember. Hæst er inni-
lialdið í elftingu.
Athyglisvert er, hve eggjahvítumagn í
túnvingli er orðið lágt þegar í lok ágúst,
en túnvingull er ein mest bitna plantan
í íslenzknm sumarhögum.
Kalium
I elftingu er kalíuminnihaldið bæði vorin
hærra en fundizt hefur áður í íslenzkum
úthagaplöntum. Það helzt hátt fram í ágúst,
en lækkar síðan mjög ört.
Innihaldið er allhátt í túnvingli og kló-
fífu, en lágt í fjalldrapa. I öllum tegund-
unum hefur kalíum náð lágmarki í októ-
ber—nóvember eins og í Heiðmörk, og
lækkunin er tiltölulega regluleg í öllum
tegundum.