Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 76
74 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 6. Samanburður á lengdarvexti grastegunda, sem komu undan skafli 12. júní.
Length of leaves of grass species released from snow June 12th.
ari hluta. Háliðagras var einkum í eystri
hluta, en vallarfoxgras, hálíngresi og tún-
vingull að mestu í vestari hluta. Ekki virtist
vallarsveifgrasið þó neins staðar ríkjandi,
er leið á sumar, og bendir hin háa hlut-
fallstala þess í mælingunum til þess, að það
hafi byrjað vöxt fyrr en aðrar grastegundir.
Einkum er athyglisvert, að jafnsnemmvax-
ið gras og háliðagrasið, sem varð algjör-
lega ríkjandi í eystri lduta svæðisins, lief-
ur næstum orðið afskipt í mælingunum.
Grösin virtust hefja vöxt mjög íljótlega,
eftir að snjó leysti af þeirn, jafnvel áður
en hann tók upp, því að víða mátti sjá
íöla nálina stingast gegnum ísinn í skafl-
jöðrunum. Virðist því hitastigið ekki þurfa
að vera mikið yfir 0.0° C, til þess að
vöxtur hefjist. Fyrst í stað var nálin gul-
hvít, síðan gul, þá rauð og loks græn.
Mjög var þetta þó misjafnt hjá einstökum
grösum, sum urðu t. d. aklrei rauð. Ekki
var hægt að sjá nein viss einkenni tegund-
anna, hvað þetta varðar. Nær öll grösin
voru rneira eða minna sviðin og dauð í
oddinn, og algengt var, að fyrstu stöngul-
blöðin dræpust alveg.
Af samanburði á hinum fáu einstakling-
um túnvinguls og liáliðagrass rnátti sjá, að
lengdarvöxtur þeirra var að öllu jöfnu
háður því, hvenær þeir komu undan skafl-
inum. Þess gætti einnig fyrst í stað rneðal
annarra grastegunda, en síðasta athugunar-
dag virðist ekki lengur greinilegt samhengi
milli lengdar og þess, hvenær vöxtur hófst.
Vallarsveifgrasið var bezt fallið til nánari
athugunar vegna þess, að grösin voru rnörg
og dreifð eftir öllu svæðinu. Við samanburð
kom fram, að grösin á eystri hluta svæðisins