Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 22
20 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Loks er svo sláturprósentan, sem hefur áhrif á niðurstöðuna án þess að virðast semja sig á nokkurn hátt að þroska eða fóðrun kálfanna, eins og þessum atriðum hefur verið háttað í dlraununum. Virðist sláturprósentan að verulegu leyti fylgja öðr- urn lögmálum, sem hér er ekki aðstaða til að rekja. Hagfrœðilega hliðin Tilraunum þessum er ekki ætlað það hlutverk að leggja liagfræðilegt mat á kálfa- eldi með undanrennu- og nýmjólkurmjöli. í tilraununum hlýtur tilkostnaðurinn jafn- an að verða snöggtum meiri en við hag- nýta framkvæmd, og ber margt til þess. Þannig verður t. d. tíminn, er gengur til fóðrunar og hirðingar daglega, mun meiri í tilrauninni en þarf að vera, vegna þess að kálfarnir eru fóðraðir hver fyrir sig, mjólkurblandið er mælt sérstaklega handa hverjum kálfi og afgangur einnig mældur sérstaklega fyrir hvern kálf, þegar um slíkt er að ræða. Hér við bætist svo tími, er fer í mælingar og vigtanir á kálfunum, skýrslu- hald o. s. frv. Þykir mér ekki ólíklegt, að við liagkvæmari aðstæður mætti lækka vinnukostnaðinn um allt að helming frá því, sem hann er í tilrauninni. Húsaleiga og upphitun eru líka póstar, sem örðugt er að gizka á. Kemur þar mest til greina gerð húsnæðis og hve stórt í sniðum upp- eldið er, á hvaða árstíð eldið er frarn- kværnt o. fl. í húsnæði, sem er notað allt árið, er hægt að ala 3—4 flokka af kálfum árlega, en það mundi lækka húsaleiguna. Á hina hliðina mundi þetta svo hafa í för með sér aukna upphitun að vetrinum. Þegar þetta er athugað, verður augljóst, að ekki er auðvelt að gera réttilega upp kálfaeldi það, er hér heiur verið rætt um. Hins vegar er tilraunin svo einfökl í snið- um, að unnt ætti að vera að fara nærri frví rétta, með hliðsjón af þeirri reynslu, er tilraunin hefur veitt. Fóðurkostnaðinn má gera nákvæmlega upp samkvæmt þeim forsendum um verð, sem ræddar voru í upp- hafi, en þá verður verð mjölblöndunnar 3 X 8 + 20 = 11 kr. kg. Sláturafurðirnar gefa svo tekjuhliðina, og eru þær færðar að mestu á því verði, er fyrir þær hefur fengizt. En það segir ekkert um, hve mikill markaður er fyrir þessa framleiðslu eða hvort unnt kann að vera að selja hana hærra verði. Eftirfarandi uppgjör ætti ekki að vera langt frá lagi miðað við tilraun 1965: Gjöld við kálfaeldið (12 kálfar): 1. Verð á 12 kálfurn í upp- hafi, 400,00 ............ Kr. 4800,00 2. Húsrúm, upphitun og hreinlætisvörur ...... — 4050,00 3. Fóður (187.5 kg mjöl- blanda á 11,00 + 22.3 kg nýmjólk á 7,00 X 12) - 20023,20 4. Vinna við fóðrun og hirðingu, 200 t. á 50,00 - 10000,00 5. Ýmislegt, lyf og slátur- kostnaður .............. — 1500,00 Kr. 40373,20 Tekjur af kálfaeldi (12 kálfar): 1. 694.2 kg kjöt + lifur á 79,50 ................... Kr. 55188,90 2. 12 slátur á 150,00 ..... - 1800,00 3. 12 húðir á 125,00 ...... - 1500,00 Kr. 58488,90 Mismunur (ágóði) Samkvæmt þessu og með því verðlagi, er hér hefur verið notað, ætti að geta orðið sæmilegur ágóði af því að ala kálfa til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.