Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 86

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 86
84 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Summary. Sérhverri grein skal fylgja yfirlit á ensku. Sé það í aðalatriðum þýðing á íslenzka yfirlitinu, en má þó, ef ástæða þykir til, vera ýtarlegra en hið íslenzka. Þakkarorð. Vilji höfundur þakka nánum samstarfsmönnum, sem unnið hafa að rann- sókninni, svo og stofnunum eða sjóðum, sem lagt hafa aðstöðu eða fjárveitingar af mörkum og stuðlað að því, að rannsóknin varð frarn- kvæmanleg, skal það gert í sérkafla á undan heimildaskrá. Heimildarrit. Ritgerðir og aðrar heimildir, sem vitnað er til, skal skrá í lok ritgerðar, en ekki samin ritskrá yfir áðurunnin verk á sviði ratjnsóknarinnar, sem ekki er vitnað til. Skrá skal ritgerðir í stafrófsröð eftir föðurnöfnum höfunda, en síðan skírnarnöfn (séu þau íslenzk), eða fyrsta bókstaf þeirra (séu þau erlend) og skal aðskilja með kommu. Sé vitnað í fleiri en eina ritgerð eftir sama höfund, skulu þær skráð- ar í tímaröð. Á eftir nafni aðalhöfundar skal skrá meðhöfunda. Þá skal skrá útgáfuár rit- gerðar, heiti, rit, árgang og fyrstu og síðustu blaðsíðutölu. Sé ekki um ákveðinn höfund að ræða, skal skrá stofnun eða úgefanda, útgáfuár og útgáfustað. Sé um erlendar ritgerðir að ræða, skulu þær skráðar á frummálinu eða í enskri þýðingu og þá hafður hornklofi utan um fyrir- sögn greinarinnar. Hér að neðan eru sýnd nokkur dæmi: Fisher, R. A„ 1958: Statistical methods for research workers, 13th. edit. Oliver and Boyd, Edinburgh-London. 356. GÓRECKI, J„ 1968: [The estimation of the ef- fectivness of the present system of popul- arization of agricultural knowledge.] Zesz. nauk. S. G. G. W. Ekon. Org. Roln. Z„ 8: 29—50. Summary. SiGURÐSSON, Björn, 1952: Bólusetning gegn garnaveiki. Freyr, 47: 215—227. TILVITNANIR í TEXTA í texta skal vitnað til fyrri rannsóknar með því að skrá á eftir tilvitnun höfundarnafn og ártal ritgerðar í sviga. Höfundarnafnið skal skráð með upphafsstöfum og notað eftirnafn, nema þegar frekari aðgreining er nauðsynleg og um íslenzka höfunda er að ræða. Séu fleiri en tveir höfundar að grein, sem vitnað er til, skal skrá fyrsta höfund, en síðan stafina et al. TÖFLUR, MYNDIR OG TEIKNINGAR Töflur skulu vélritaðar á sérstök blöð og gef- in númer eftir því, hvar þær eiga að birtast í texta. Yfirskrift töflu á að vera stutt og með sjálfstæðri skýringu á innihaldi. Þar undir skal koma enskur titill á töflu. Takmarka skal end- urtekningu í texta á því, sem birt er í töflu. Þurfi að skýra töflu nánar, má gera það í neðanmálsgrein undir henni. Myndir þurfa að vera skarpar og skýrar á hvítum gljápappír. Myndum fylgi texti á ís- lenzku og ensku. IJnurit skulu gerð með pennateikningu, „tusch“, á hvítan pappír eða glæran teikni- pappír. Rúðustrikaðan pappír skal yfirleitt ekki nota og þá aðeins blástrikaðan. Bezt er, að allar teikningar séu þannig gerðar, að gert sé ráð fyrir fjórfaldri minnkun. Texta má skrá laus- lega með blýanti eða vélrita á sér blaði. Skal hann vera bæði á íslenzku og ensku. Myndir og línurit skulu fylgja laus með handriti. Aftan á þau skal skrifað með blýanti hlutaðeigandi númer. I texta skal skrifa þetta númer, þegar vitnað er til myndar eða línurits, þannig: „Mynd 1“, „Tafla 11“ o. s. frv. Á spássíu handrits skal skrá, hvar hlutaðeigandi mynd óskast sett. Sé myndum raðað saman á mynd- síðu, má merkja þær bókstöfum. KAFLAFYRIRSAGNIR Aðalkaflafyrirsagnir skulu skráðar inn á miðri síðu með upphafsstöfum, en síðan má skipta efninu niður i undirkafla og þeim aftur í smærri einingar. Þessa undirkaflaskiptingu skal merkja þannig eftir röð: Með upphafsstöfum við spássíu, undirstrikað við spássíu, undirstrikað við spássiu og gleiðu letri, undirstrikað í upphafi línu. Þessir undir- kaflar skulu ekki merktir með tölum, en sé þörf á frekari skiptingu, skal tölusetja 1), 2) og síðan a), b) o. s. frv. Handritið skal vera ritað samkvæmt reglugerð um íslenzka nútímastafsetningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.