Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Blaðsíða 81
VAXTARKJÖR GROÐURS VIÐ SKAFL 79
og lofthitinn, og sé jarðvegurinn mjög rak-
ur af leysingavatni, hitnar hann seinna en
þurrari jarðvegur ofan skafls.
Undir sjálfum skaflinum var enginn
jarðklaki, en nokkru neðar var klaki, sem
hefur annaðhvort myndazt um haustið,
áður en snjór féll, eða í frostum eftir
hlákuskeið vetrar og vors. Athyglisvert er,
að kalskemmdir voru einungis, þar sem
klaki var í jörðu. Óvíst er, hvort klakinn
var valdur að kalinu eða hefur myndazt
samtímis kalinu. Hafi klakinn myndazt um
haustið, hefur hann getað hindrað leys-
ingavatn í að síga brott á hlákuskeiðum
vetrarins. Næstu frost hafa síðan getað
valdið kalinu. Hins vegar getur einnig ver-
ið, að enginn klaki hafi myndazt fyrr en
í frostunum eftir hlákuskeiðið og klakinn
þá orðið til samtímis kalinu. Einnig getur
kalið hafa myndazt við leysingu skaflsins,
meðan rönd hans lá við kalsvæðið, en á
þeim tíma mun enn hafa gætt næturfrosta.
Vaxtarmælingar leiddu í ljós, að vallar-
sveifgras og hálíngresi hófu vöxt fyrst allra
grastegunda, og hafði skaflinn þau áhrif á
gróður að seinka upphafi vaxtar. Sá gróð-
ur, sem lá lengst undir skaflinum, var því
síðbúnari framan af vaxtarskeiðinu og
mældist styttri, en munurinn hvarf, þegar
leið á sumarið.
Uppskerumagn var framan af sumri háð
því, hve snemma gróðurinn kont undan
skaflinum, en síðar á sumrinu varð þessi
munur að engu. Hlutdeild eggjahvítu og
trénis í gróðrinum virtist að nokkru háð
því, hvenær gróður kom undan snjónum.
Var síðbúnari gróður eggjahvíturíkur og
trénislítill Þessara eiginleika gætti einnig
í gróðri, sem óx í kalskellunum, enda bar
þar mest á síðsprottnum jurtum.
Ekki verður af þessari athugun séð, að
gróður kali undir síðleystum sköflum, þótt
í þeim sé þétt klakalag. Túnið framan við
skafl þann, sem kannaður var, hafði hins
vegar kalið allmikið, og hafa aðstæður þær,
sem valdið hafa kali þar, verið aðrar en
á athugunarsvæðinu. Kalið varð fyrr um
árið, og verður ekki beint ráðið af þessari
athugun, hvaða aðstæður ollu því. Þó er
auðsætt, að kal virðist samfara jarðklaka
og snjóalögum, en síðleystir skaflar verja
gróður gegn hretum og áhlaupum vorsins.
ÞAKKARORÐ
Athugun þessi var að verulegu leyti fram-
kvæmd fyrir hluta styrks, sem Vísindasjóð-
ur veitti Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins til kalrannsókna árið 1967.
Ákvörðun á eggjahvítu og tréni í grasi
var gerð undir umsjón Óskars Bjarnason-
ar, deildarstjóra við Rannsóknastofnun iðn-
aðarins.
Þórarinn Jónsson, bóndi á Skarðaborg,
veitti afnot athugunarsvæðisins og margvís-
lega aðstoð við framkvæmd athugunar.
Öllum þessum aðilum ber að þakka
veittan stuðning.