Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 48
46 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR TAFLA 1 - TABLE 1 Tegundir, sem safnað var. Species sampled at each site. Heiðmörk Túnvingull — Festuca rubra Vallelfting — Equisetum pratense Sortulyng — Arctostaphylos uva ursi Birki — Betula pubescens Gulvíðir — Salix phylicifolia Blágresi — Geranium silvaticum Hrútaber — Rubus saxatilis Hvanneyri Túnvingull — Festuca rubra Mýrelfting — Equisetum palustre Klófífa — Eriophorum anguslifolium Fjalldrapi — Betula nana þess, hve seint þessar tegundir hefja vöxt á vorin, og ekki var unnt að safna þeim á veturna vegna þess, að þær voru þá alsöln- aðar. Vallelftingu var ekki safnað 1966. Einni tegund, túnvingli, var safnað á báð- um stöðum. Söfnun var þannig háttað, að í Heið- mörk var safnað á hálfsmánaðarfresti, hinn 1. og 15. hvers mánaðar, til septemberloka. Frá 1. október 1965 til 1. maí 1966 var safn- að mánaðarlega, en síðan hálfsmánaðarlega að nýju. Á Hvanneyri var safnað hálfsmánaðar- lega, en söfnun féll þar algerlega niður vegna ísalaga frá 15. desember 1965 til 1. apríl 1966. Við söfnunina var fylgt sömu reglu og áður. Hverri tegund var safnað á sama stað til þess að koma í veg fyrir breytingar og mismun vegna ólíkra gróðurskilyrða. Af lyngi og öðrum runngróðri var safn- að laufi og ársprotum, en af jurtkenndum tegundum var aðeins safnað grænum plöntuhlutum á sumrin. EFNAGREININGAR OG MELTANLEIKAÁKVÖRÐUN í öllum sýnishornum var ákvarðað magn af hráeggjahvítu, fosfór, kalsíum, kalíum og magníum. Þá var ákvarðaður meltan- leiki þurrefnis með hinni nýju In-vitro- aðferð, sem lýst er í riti Atvinnudeildar nr. 17 í A-flokki (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson 1965). Hráeggjahvíta var ákvörðuð með Kjel- dahl-aðferð. Kalsíum og magníum var ákvarðað með EDTA-títreringu, en kalíum og natríum með logaljósmælingu. VEÐURFAR Tafla 2 sýnir meðalhita og úrkonmmagn á söfnunarstöðunum þann tíma, sem sýnis- hornum var safnað. Hólmur við Reykjavík er sú veðurathugunarstöð, sem næst er Heiðmerkursvæðinu. í Heiðmörk eru að vísu gerðar úrkomumælingar á sumrin, en ekki hitamælingar. Samanburður sambæri- legra úrkomumælinga á Hólmi og í Heið- mörk sýnir, að úrkomumagnið er ávallt meira í Heiðmörk, og eykst munurinn eftir því sem innar dregur í Mörkina. Sýnis- hornum var hins vegar yfirleitt safnað neðarlega í Heiðmörk, og má því gera ráð fyrir, að mælingarnar á Hólmi gefi all- rétta hugmynd um úrkomu og hita á söfn- unarstöðunum. Við samanburð á veðurfarinu á Hólmi og Hvanneyri þá mánuði, sem sýnishorn- um var safnað, kemur í Ijós, að meðalhit- inn er yfirleitt hærri á Hólmi. Aðeins einn mánuð er hann hærri á Hvanneyri, í júlí 1965, og í október það ár er hann hinn sami á báðum stöðunum. Úrkoma er einnig mun hærri á Hólrni en á Hvanneyri alla mánuði nema febrúar 1966. Miðað við meðalár (1931—1960) var vor- ið 1965 fremur hagstætt á Suður- og Suð- vesturlandi. Hiti var þá aðeins yfir meðal-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.