Milli mála - 2019, Page 26
26 Milli mála 11/2019
VIÐHORF HÁSKÓLASTÚDENTA TIL TUNGUMÁLAKUNNÁTTU
að tileinka sér: Annars vegar virðast nemendur velja tungumál
vegna þess að þau hjálpa þeim í núverandi eða fyrirhuguðu námi,
aðallega tungumálum sem svarendur hafa áður numið s.s. ensku og
dönsku. Þar ber mest á vali á talmálsþjálfun og lestri námsbóka sem
segir hugsanlega eitthvað til um áherslur í tungumálanámi í fram-
haldsskólum. Hins vegar eru svo nemendur sem vilja bæta við sig
tungumálum og hafa þá áhuga á almennri málfærni, bókmenntum,
listum og sögu s.s. ítölsku, kínversku, japönsku o.fl.
Hjá fyrri hópnum er enska vinsæl en langflestir vildu bæta les-
skilning á námsbókum en fæstir merktu við að þeir vildu bæta
enskuskilning sinn. Í þessum flokki er einnig að finna dönsku,
sænsku og þýsku sem nemendur virðast tengja við framtíðaráform
um framhaldsnám. Þannig velja næstum 90% nemenda talmáls-
þjálfun í dönsku og þar af sérstaklega nemendur á Verkfræði- og
náttúruvísindasviði. Helmingur allra nemenda vildi líka bæta sig í
skilningi á námsbókum á dönsku. Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði
eru sérstaklega áhugasamir um sænsku, bæði almenna sænskukunn-
áttu en líka færni í akademískum samskiptum og lestri námsbóka.
Tæplega helmingur þeirra sem vildi læra þýsku vildi bæta sig í
lestri námsefnis þó svo að flestir vildu bæta almenna málfærni.
Þetta á einnig við um rómönsku málin, auk kínversku, japönsku,
rússnesku og arabísku.
Áhugi nemenda á fagtengdu tungumálanámi kemur fram í þessari
könnun, þ.e. að nemendur átta sig á því að færni í erlendu tungu-
máli eykur hæfni þeirra í sínu fagi, hvort sem er í námi eða starfi
(sjá töflu 2).
Umræður
Til þess að mæta þörfum nemenda Háskóla Íslands sem birtast í
niðurstöðum þessarar könnunar, hefur Mála- og menningardeild
hafið vinnu við áherslubreytingar í tungumálakennslu m.a. í átt að
fagtengdu málanámi í stuttum námsleiðum. Það er ljóst að nem-
endum er best þjónað með því að tungumálanámið sé fellt inn í
nám þeirra í öðrum greinum annaðhvort með samvinnu um nám-