Milli mála - 2019, Page 159

Milli mála - 2019, Page 159
Milli mála 11/2019 159 AHM AD IBN FADL A N þegar ambátt fórnar sér og er brennd ásamt eiganda sínum. Þeir drekka vín og þeir drekka nótt og dag, stundum deyr einn af þeim með bikar í hendi. Þegar höfðingi deyr spyr heimilisfólk hans ambáttir hans og þræla hver vilji deyja með honum. Einhver þeirra segir: „Ég“. Þessi yfirlýsing er bindandi og það er ekki hægt að snúa ákvörðuninni við. Yfirleitt eru það ambáttirnar sem bjóða sig fram. Þegar sá sem ég hef þegar getið dó voru ambáttir hans spurðar hver þeirra vildi deyja með honum og ein þeirra sagði „ég“. Því næst var hún sett í umsjá tveggja annarra ambátta sem þjónuðu henni og fylgdu henni eftir hvert fótmál og þvoðu jafnvel fætur hennar með höndum sínum. Svo voru klæði höfðingjans skorin til og öðrum undirbúningi sinnt. Ambáttin drakk nabidh og söng glöð og kát dag hvern. Daginn sem átti að brenna höfðingjann og ambáttina fór ég niður að ánni og sá skip hans. Búið var að draga það upp á land og við það studdu fjórir stöplar úr khadank-tré6 og umhverfis þá var stærðar timburgrind. Skipið hafði verið dregið upp á þessa grind. Rús-fólkið færði sig nær og gekk svo fram og til baka og í kringum skipið og mælti orð sem ég skildi ekki. Höfðinginn var enn þá í gröf sinni og hafði ekki verið grafinn upp. Fólkið útbjó fleti á skipinu og breiddi yfir það teppi og svæfla úr býsönsku silki. Nú birtist öldruð kona sem þeir kölluðu Engil Dauðans.7 Það var hún sem útbjó fletið sem við höfum nefnt. Hún sér um að sauma lík- klæði höfðingjans og útbúa hann á réttan hátt og það er hún sem líflætur ambáttirnar. Ég sá hana: Hún var á óræðum aldri, stór, dökk yfirlitum og drungaleg. Fólkið fór að gröf hans [höfðingjans]; þau mokuðu moldinni frá, fjarlægðu timbrið og grófu hann upp, klæddan í þau föt sem hann var í þegar hann lést. Ég tók eftir að líkami hans var orðinn svartur vegna kuldans á þessum slóðum.8 Nabidh, ávextir og strengjahljóð- færi9 höfðu verið sett í gröfina með honum og fólkið fjarlægði þetta 6 Líklega birki eða ösp. 7 Arabíska hugtakið hér er malak al-mawt (orðrétt „engill dauðans“), sem kemur víða fyrir í Kóraninum. Ekki er ljóst hvort Ibn Fadlan er hér að þýða orðið eða nota íslamska hugtakið í stað einhvers annars. 8 Ibn Fadlan kemur til ríkis Volgu-Búlgara að vori. Vísun hans í kulda bendir mögulega til þess að hann hafi dvalið um alllangt skeið meðal þeirra og þarna sé farið að hausta eða vetra aftur. 9 Arabíska orðið hér er tanbur, sem mögulega er einhvers konar lúta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.