Milli mála - 2019, Síða 160
160 Milli mála 11/2019
FRÁSÖGN IBN FADLAN AF VÍKINGUM VIÐ VOLGUBAKKA ÁRIÐ 922
allt saman. Hann var ekki farinn að lykta illa og ekkert hafði breyst
á honum nema litaraftið. Hann var því næst klæddur í buxur, legg-
hlífar, skó, kyrtil og silkiserk með gullhnöppum. Á höfuð hans var
sett silkihúfa með loðfeldi. Fólkið bar hann inn í tjaldið sem hafði
verið reist á skipinu, lagði hann á fletið og notaði svæflana til að
halda honum uppréttum. Það setti hjá honum nabidh, ávexti og
basil,10 og því næst brauð, kjöt og lauka fyrir framan hann. Þá var
hundur klofinn í tvennt og honum hent á skipið. Tveir hestar voru
látnir hlaupa þar til svitinn spratt út á þeim, síðan voru þeir
klofnir í tvennt með sverði og hent á skipið. Tvær kýr voru hoggn-
ar niður og þeim hent á skipið. Því næst voru hani og hæna drepin
og sett um borð.
Á meðan gekk ambáttin sem hafði ákveðið að fórna sér fram og
til baka og fór inn í hvert tjaldið á fætur öðru. Eigandi hvers tjalds
hafði mök við hana og sagði: „Segðu eiganda þínum að ég hafi gert
þetta vegna ástar þinnar á honum“.
Um síðdegisbil á föstudeginum leiddu nokkrir menn ambáttina
að hlut sem þeir höfðu smíðað og líktist dyrastöfum. Hún stóð á
höndum mannanna, var lyft yfir dyrastafinn og mælti einhver orð.
Því næst létu þeir hana síga og lyftu henni aftur og hún gerði eins
og í fyrra skiptið. Þeir létu hana síga og rísa í þriðja skiptið og hún
gerði það sama og í fyrri tvö skiptin. Þá réttu þeir henni hænu, hún
hjó hausinn af henni og kastaði frá sér. Þeir tóku hænuna og köst-
uðu henni á skipið. Ég spurði túlkinn út í gjörðir hennar og hann
svaraði:
Í fyrsta skiptið sem þeir lyftu henni sagði hún: „Sjá! Ég sé föður
minn og móður mína. Í annað skiptið <sagði hún>: „Sjá! Allir
framliðnir ættingjar mínir í samsæti“ og í þriðja skiptið: „Sjá! þarna
situr eigandi minn í Garðinum11 og Garðurinn er grænn og fagur.
Hann er með mönnum sínum og þrælum. Hann kallar til mín að
koma og segir farðu til hans!“12
Þeir fóru með hana að skipinu og hún tók af sér tvö armbönd
sem hún bar og afhenti þau konunni sem kölluð var Engill Dauðans,
10 Arabíska orðið hér er rayhan, sem er sætt basil. Mögulega var það notað til að verja líkið rotnun
meðan það var geymt í bráðabirgðagröfinni.
11 Arabíska orðið hér er jannah, sem kemur alloft fyrir í Kóraninum og merkir paradís.
12 Mögulega er hér einhver ruglingur í handritinu og það sem átt er við er að einhver aðstoðarmann-
anna sé að hvetja þrælastúlkuna með því að segja: „Farðu til hans!“