Milli mála - 2019, Síða 160

Milli mála - 2019, Síða 160
160 Milli mála 11/2019 FRÁSÖGN IBN FADLAN AF VÍKINGUM VIÐ VOLGUBAKKA ÁRIÐ 922 allt saman. Hann var ekki farinn að lykta illa og ekkert hafði breyst á honum nema litaraftið. Hann var því næst klæddur í buxur, legg- hlífar, skó, kyrtil og silkiserk með gullhnöppum. Á höfuð hans var sett silkihúfa með loðfeldi. Fólkið bar hann inn í tjaldið sem hafði verið reist á skipinu, lagði hann á fletið og notaði svæflana til að halda honum uppréttum. Það setti hjá honum nabidh, ávexti og basil,10 og því næst brauð, kjöt og lauka fyrir framan hann. Þá var hundur klofinn í tvennt og honum hent á skipið. Tveir hestar voru látnir hlaupa þar til svitinn spratt út á þeim, síðan voru þeir klofnir í tvennt með sverði og hent á skipið. Tvær kýr voru hoggn- ar niður og þeim hent á skipið. Því næst voru hani og hæna drepin og sett um borð. Á meðan gekk ambáttin sem hafði ákveðið að fórna sér fram og til baka og fór inn í hvert tjaldið á fætur öðru. Eigandi hvers tjalds hafði mök við hana og sagði: „Segðu eiganda þínum að ég hafi gert þetta vegna ástar þinnar á honum“. Um síðdegisbil á föstudeginum leiddu nokkrir menn ambáttina að hlut sem þeir höfðu smíðað og líktist dyrastöfum. Hún stóð á höndum mannanna, var lyft yfir dyrastafinn og mælti einhver orð. Því næst létu þeir hana síga og lyftu henni aftur og hún gerði eins og í fyrra skiptið. Þeir létu hana síga og rísa í þriðja skiptið og hún gerði það sama og í fyrri tvö skiptin. Þá réttu þeir henni hænu, hún hjó hausinn af henni og kastaði frá sér. Þeir tóku hænuna og köst- uðu henni á skipið. Ég spurði túlkinn út í gjörðir hennar og hann svaraði: Í fyrsta skiptið sem þeir lyftu henni sagði hún: „Sjá! Ég sé föður minn og móður mína. Í annað skiptið <sagði hún>: „Sjá! Allir framliðnir ættingjar mínir í samsæti“ og í þriðja skiptið: „Sjá! þarna situr eigandi minn í Garðinum11 og Garðurinn er grænn og fagur. Hann er með mönnum sínum og þrælum. Hann kallar til mín að koma og segir farðu til hans!“12 Þeir fóru með hana að skipinu og hún tók af sér tvö armbönd sem hún bar og afhenti þau konunni sem kölluð var Engill Dauðans, 10 Arabíska orðið hér er rayhan, sem er sætt basil. Mögulega var það notað til að verja líkið rotnun meðan það var geymt í bráðabirgðagröfinni. 11 Arabíska orðið hér er jannah, sem kemur alloft fyrir í Kóraninum og merkir paradís. 12 Mögulega er hér einhver ruglingur í handritinu og það sem átt er við er að einhver aðstoðarmann- anna sé að hvetja þrælastúlkuna með því að segja: „Farðu til hans!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.