Milli mála - 2019, Blaðsíða 176

Milli mála - 2019, Blaðsíða 176
176 Milli mála 11/2019 STAÐIR Þetta var einn af fyrstu hlýindadögum vorsins og ísskápar enn ekki fullir af ís. Það sást að rjómaísinn var linur og við það að bráðna og leka niður. Jarðarberjaísinn var freistandi og ungi íssalinn vakti eftirtekt mína þar sem hann stóð og virtist hæstánægður með lífið og tilveruna. Hann var í svörtum ermalausum bol, flík sem ég er ekki hrifin af að maðurinn minn gangi í. Óskiljanlegt húðflúr lá frá öxlum og niður að olnboga. „Áttu krapa?“ spurði kona nokkur án þess að hafa augun af handleggjum sem hreyfðust taktfast og markvisst við að afgreiða pistasíuísinn. „Ég vissi að þú myndir spyrja um það, Lola. En nei, ég á ekkert krap. Mér fannst frekar snemmt að bjóða upp á krap, en kannski ég hafi það til sölu í næstu viku. Ef þú vilt eitthvað ferskt og hressandi, skaltu fá þér sítrónufrauð, ljúfan,“ sagði hann og dró annað augað í pung. „Þú þarna með þrýstnu varirnar, hvað má bjóða þér?“ spurði hann mig aftur. „Viltu smakka á einhverri tegund?“ Ég svaraði um hæl og lét sem ég hefði ekki heyrt athugasemdina um þrýstnu varirnar. „Ég hef ekki vit á ís en mér finnst jarðarberjaís góður.“ „Hér er hann, elskan. Viltu smakka hann?“ „Nei, það er óþarfi,“ svaraði ég vand- ræðalega rétt eins og það sem hann ætlaði að rétta mér væri forboð- inn ávöxtur. Kona sem stóð fyrir aftan mig, og taldi mig augsýnilega fanga alla athygli íssalans, færði sig nær mér til að líta yfir úrvalið og láta taka eftir sér um leið. „Hvað segir þú gott, Manúela?“ spurði hann þegar hann sá hana. „Þú komst ekki við í gær svo ég fékk ekki tækifæri til að dást að þessum dásamlega gullinbrúna húðlit þínum.“ Manúela hagræddi kjólnum örlítið svo að sæist betur í barminn. „Djásnið mitt, þú ert aldeilis lengi að velja þér ís. Prófaðu jóg- úrtísinn með bláberjunum. Ég held þér muni finnast hann góður,“ sagði hann við mig og rétti mér plastskeið með ísslettu án þess að gefa mér ráðrúm til að bregðast við. Þegar ég tók við skeiðinni og hendur okkar snertust fékk ég rafstraum en hann virtist ekki taka eftir neinu. Ég fann hvernig um mig fór heitur straumur vegna ástríðufunans sem streymdi frá þessum manni. „Ég held ég fái jarðar- berjaís í brauðformi,“ sagði ég ákveðin til að koma í veg fyrir að hann rétti mér aðra skeið af ís. „Ertu viss um að þú viljir ekki jógúrtís með bláberjum?“ spurði hann ýtinn og með glotti sem gaf í skyn að hann vissi mætavel hvert erindi mitt var. Þótt mér hafi fundist jógúrtísinn góður, reyndar mjög góður, vildi ég að hann vissi að ég væri ákveðn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.