Milli mála - 2019, Blaðsíða 191

Milli mála - 2019, Blaðsíða 191
Milli mála 11/2019 191 MATÉO MAXIMOFF Ég smeygði mér í kjólinn og fór berfætt út. Ég hafði rétt fyrir mér. Igruska var kominn. Hann stóð tveimur eða þremur metrum frá mér og ég gat séð andlit hans í tunglskininu. Hann hafði aldrei verið svona myndarlegur. Óttinn gufaði upp. Hann sagði ekkert en gaf mér merki um að fylgja sér. Ég elti hann. Nú var hann húsbóndi minn. Ekkert komst að nema ég og hann á þessu andartaki, ekki fjölskyldan eða afleiðingar þess sem við gerðum nú. Ég var orðin sví- virt stúlka, jafnvel þótt maðurinn sem ég hljópst á brott með væri heitmaður minn. Hversu lengi varði þessi þögla ganga? Ég hef ekki hugmynd um það. Mér fannst henni aldrei ætla að ljúka. Við fórum inn í skóg þar sem Igruska hafði bundið hest við tré. Hann losaði hestinn, sneri sér að mér og sagði við mig: –Komdu, við förum heim! Ég bað ekki um neinar skýringar. Höfðum við ekki verið sam- mála um að hann kæmi að ná í mig í þetta eina skipti sem við töl- uðum saman? Hafði hann ekki beðið mig um að vera tilbúin? Ég var það og þegar öllu var á botninn hvolft var ég hvorki fyrsta eða síðasta stúlkan sem var numin á brott. Pabbi Igruska myndi borga sekt. Ég yrði smánuð, ég yrði kölluð gála. En ég var tilbúin að taka afleiðing- unum ef ég fengi að vera með manninum sem ég elskaði. –Mameliga, farðu á bak! –Hjálpaðu mér! Hann gerði það. Ég ríghélt í brúðuna, það var hún sem tengdi mig í raun við Igruska. Hann snaraði sér á bak hestinum fyrir aftan mig, greip um tauminn og tók svo utan um mig. Þetta var í fyrsta sinn sem hann snerti mig og ég verð að segja að mér fannst það gott. –Við verðum um klukkustund á leiðinni heim. Hesturinn brokkaði af stað en fór síðan hraðar og hraðar. Ég var svo ringluð að ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Ég lét leiða mig áfram. Hvað annað gat ég gert? Og hafði ég ekki beðið þessarar stundar í þrjá mánuði? Ég hafði misst allt tímaskyn. Ég vissi að það var komið fram yfir miðnætti en hafði ekki hugmynd um hversu langt var þangað til sólin kæmi upp. Það er satt að það var tunglskin þótt tunglið feldi sig stundum bak við skýin. Igruska stýrði hestinum af öryggi. Hann vissi hvert ferðinni var heitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.