Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 32
32
stýrðum einingum (Laws o.fl., 2010). Það sem gæti
mögulega skipt einhverju máli í því tilviki er að fleiri
frumbyrjur ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum
einingum heldur en á þverfræðilegum fæðingar-
deildum en frumbyrjur eru í meiri hættu á þriðju og
fjórðu gráðu rifum heldur en fjölbyrjur (Eskandar og
Shet, 2009). Ekki var leiðrétt fyrir fjölda fyrri barna við
tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar.
Skýr munur er á spangarklippingum eftir rann-
sóknarhópum, en spangarklipping var algengari á
þverfræðilegum fæðingardeildum. Ein skýring gæti
verið sú að áhaldafæðingar eru algengari hjá kon-
um sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingar-
deildum og áhaldafæðingar eru áhættuþáttur fyrir
spangarklippingar. Spangarklipping getur jafnframt
aukið líkur á blæðingu eftir fæðingu og þriðju gráðu
spangarrifum (Shmueli o.fl., 2017) sem skýrir þá jafn-
vel að hluta til aukna blæðingarhættu og auknar
líkur á alvarlegum spangarrifum á þverfræðilegum
fæðingardeildum.
Útkoma nýbura
Útkoma nýbura kvenna, sem ætluðu sér að fæða
á ljósmæðrastýrðum einingum, var svipuð útkomu
nýbura kvenna sem ætluðu sér að fæða á þver-
fræðilegum fæðingardeildum. Það er sambærilegt
við niðurstöður annarra samantekta um útkomu
ljósmæðrastýrðra eininga (Phillippi, Danhausen, All-
iman, og Phillippi, 2018; Scarf o.fl., 2018). Eini mark-
tæki munurinn á útkomu nýbura kom fram í tveimur
rannsóknum (Bailey, 2017; Laws o.fl., 2010).
Þetta eru sambærilegar niðurstöður og í rann-
sóknum frá árunum 2012 og 2013 um útkomu nýbura
á ljósmóðurreknum einingum á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Suðurlands
(Sigrún Kristjánsdóttir, 2012, Steina Þórey Ragnars-
dóttir, 2013). Meðal Apgarskor barna sem fæddust
í fæðingarstofu Bjarkarinnar maí 2017 – desember
2019 var 8,33 við eina mínútu og við 9,63 við fimm
mínútur. Ekkert af börnunum hlaut Apgar¬–skor
undir 7 við 5 mínútna aldur (Stefanía Ósk Margeirs-
dóttir, 2020). Í íslensku heimafæðingarrannsókn-
inni var hlutfall nýbura með Apgar–skor <7 eftir 5
mínútur það sama á ólíkum fæðingarstöðum en
algengara var að börn kvenna, sem ætluðu sér að
fæða heima, þyrftu innlögn á vökudeild. Munurinn
var þó ekki marktækur (Halfdansdottir o.fl., 2015).
Rannsóknir síðustu ára á útkomu fæðinga heil-
brigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu eftir fæðingar-
stöðum hafa almennt sýnt betri útkomu á fæðingar-
stöðum utan sjúkrahúsa. Útkoma nýbura hefur
hins vegar verið meira álitamál og jafnvel hitamál.
Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem
hafa bent til lakari útkomu nýbura hjá konum sem
ætluðu sér að fæða utan sjúkrahúsa og hafa þær
gjarnan vakið umræður um raunverulegt öryggi
utan sjúkrahúsa (Chang og Macones, 2011; Cheng,
Snowden, King og Caughey, 2013). Slíkar rannsóknir
hafa verið gagnrýndar fyrir gagnasöfnun og aðferða-
fræði því að niðurstöður rannsókna, þar sem konur
í rannsóknarhópunum eru heilbrigðar í eðlilegri
meðgöngu, miðað er við áætlaðan fæðingarstað í
byrjun fæðingar og þjálfaðir aðilar í fæðingarhjálp
eru til staðar, sýna ekki mun á útkomu nýbura eft-
ir fæðingarstöðum (Elder, Alio og Fisher, 2016). Í
samþættu fræðilegu yfirliti yfir rannsóknir á útkomu
nýbura í heimafæðingum bendir Berglind Hálfdáns-
dóttir á að þar sem þjónusta menntaðra ljósmæðra
í heimafæðingum er samþætt öðrum þáttum
fæðingarþjónustunnar og stuðst er við opinber-
ar leiðbeiningar um ábendingar og frábendingar
fyrir heimafæðingum er útkoma nýbura í fyrirfram
ákveðnum heimafæðingum jafngóð eða betri en
útkoma nýbura í fyrirfram ákveðnum sjúkrahúsa-
fæðingum (Berglind Hálfdánsdóttir, 2018).
Í rannsóknum á útkomu fæðinga eftir fæðingar-
stöðum getur verið erfitt að fá nægilegan styrk í
rannsóknina til að fá tölfræðilega marktækni þegar
um sjaldgæfar útkomur er að ræða. Annar vandi
við samantekt sem þessa eru ólíkar útkomubreytur
nýbura eftir rannsóknum sem gerir erfiðara fyrir að
samþætta niðurstöður. Alliman og félagar (2016)
kalla eftir alþjóðlegum skilgreiningum á útkomu ný-
bura sem myndi auðvelda gagnaöflun í rannsókn-
um og samþættingu gagna í rannsóknum á útkomu
fæðingarstaða.
Viðhorf gagnvart ljósmæðrastýrðum einingum
Í öllum rannsóknunum voru sambærilegir hópar
kvenna inni á ólíkum fæðingarstöðum, sem sagt
hraustar konur, í eðlilegri meðgöngu. Áhugavert
er að velta fyrir sér hvort viðhorf kvenna hafi áhrif
á útkomu fæðinga. Í öllum rannsóknum samantekt-
arinnar utan einnar þá völdu konur sjálfar að fæða