Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 53

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 53
53 Ekki nógu sterk til að standa með sjálfri mér þegar ljósmæðurnar horfðu til baka fannst þeim þær ekki hafa fengið þann stuðning sem þær hefðu átt að fá í aðdraganda þess að þær sögðu upp starfi sínu. Þeim fannst heldur ekki að þær hefðu ver- ið nógu sterkar til þess að standa með sjálfum sér og biðja um aðstoð. Stuðningurinn hefði ekki ver- ið skipulagður heldur hefði verið ætlast til þess að þær hefðu samband. Greind voru tvö undirþemu, annars vegar upplifun og hins vegar líðan. Fyrra undirþemað lýsti áhrifum atviksins á líðan þeirra og hvernig vanlíðanin hafði áhrif á hæfni þeirra og getu til að sækja sér hjálpina sjálfar. Þær hefðu fundið fyr- ir óöryggi, sjálfsásökunum, efast um eigið ágæti og fundist þær vera vanmetnar en það meðal annars hamlaði því að þær sæktu sér hjálp. Þessu var með- al annars lýst á þennan hátt: Það er alltaf þetta bara „þú lætur bara vita“ .... „þú lætur bara vita“ ... og það er örugglega það sem þú átt að gera en þú getur bara ekki látið vita þegar þú ert í þessum aðstæðum. Það er bara algjört skilningsleysi gagnvart því hvernig fólki líður að ætlast til þess að það biðji um það sjálft. Annað undirþemað nefndist líðan. Afleiðingar vanlíðuninnar voru miklar og langvarandi sem þær tengdu meðal annars því að leita sér ekki hjálpar og standa ekki með sjálfum sér. Vanlíðunin hafði mikil áhrif á daglegt líf ljósmæðranna og nokkrar þeirra lýstu greinilegum merkjum áfallastreituröskunar en alls fjórar þeirra fengu greininguna áfallastreiturösk- un í kjölfar atvikanna og tvær til viðbótar tóku það fram að þær hefðu sýnt einkenni hennar. Þær lýstu sorg, reiði og upplifðu höfnun en reyndu eins og þær gátu að halda andlitinu og bera sig vel: Ég gerði ekki neitt... mér var litið í spegil í lyft- unni og ég fékk algjört sjokk, hárið ógreitt og ég ómáluð, ég fer aldrei út ómáluð og svo var mesta sjokkið þegar ég fatta það að ég hafði ekki farið í sturtu síðan ég var þarna síð- ast, það var mesta sjokkið. Ég lendi í því að fá áfallastreituröskun og verð bara óvinnufær, ég hef bara einu sinni farið inn á þennan spítala síðan, ég svitnaði og ég skalf, ég veit þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í. Að missa hluta af sjálfum sér eða verða maður sjálfur á ný Í þessu þema kom fram hver upplifun ljósmæðra var af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegs atviks í starfi. Greind voru tvö undirþemu, söknuður og sátt, þar kemur annars vegar fram hvernig ljós- mæðurnar upplifðu söknuð eftir starfinu og ljós- mæðrasamfélaginu sem þær höfðu tilheyrt og hins vegar að ná aftur sátt. Sú ákvörðun að hætta var ekki alltaf tekin eingöngu vegna upplifunar á alvarlegu atviki heldur var atvikið hjá sumum ljósmæðrum ein- faldlega dropinn sem fyllti mælinn. Þær upplifðu allar ákveðinn söknuð vegna starfsins og margar töluðu um að upplifa sorg vegna þess að þær væru ekki hluti af ljósmæðrasamfélaginu. Fyrra undirþemað lýsti söknuði og því hvernig þær voru ósáttar að yfirgefa starfið, að vera ekki lengur partur af því ljósmæðrasamfélagi sem þær höfðu ver- ið hluti af á sínum vinnustað. Ég sé ennþá rosalega eftir þessum vinum, þess- um samstarfsmönnum sem maður átti svo mikið með. Margar ljósmæðurnar sögðu að það að vera ljós- móðir, skilgreindi hverjar þær væru. Að flestar hefðu farið í þetta starf af hugsjón og einlægum áhuga og því hafði það verið mikið áfall að hætta að vinna við ljósmóðurstörf. Ein þeirra lýsir því þannig: Ég er ljósmóðir í hjarta mínu. Það er það sem ég er og það var bara eins og að missa hluta af sjálfri mér þegar ég hætti að vinna sem ljósmóðir. Ákvörðunin um að hætta að starfa við fæðingar var í flestum tilfellum ekki einföld og breyting varð á framtíðarsýn. Sumar fundu hvað ákvörðunin gerði mikið fyrir þær, líðan varð betri, jafnvægi komst á fjöl- skyldulíf og þær fundu sátt við ákvörðun sína. Þessu er lýst í seinna undirþemanu þar sem kom fram að í raun létti sumum þeirra við að taka þá ákvörðun að hætta starfi, sérstaklega eftir langvarandi álag í vinnu. Ein ljósmóðirin lýsti þessu þannig: Guð minn góður hvað ég finn mikinn mun á eig- in líðan, fjölskyldan mín segir ... ég meina maður- inn segir bara „ég er að fá þig aftur“, ég var bara ekki þátttakandi í fjölskyldunni að stórum hluta. Ég var bara alltaf að jafna mig eftir næturvaktir eða komin í fýlu af því ég var að fara á nætur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.