Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 83
83
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (nú Þjónustu-
miðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða) falið
verkefnið. Reykjavíkurborg tók að sér að veita allt
að 50 umsækjendum þjónustu og búsetuúrræði
í senn. Vorið 2014 var samið um aukinn fjölda um-
sækjanda, alls 70, í þjónustu hjá Reykjavíkurborg.
Sumarið 2015 jókst sú tala upp í 90 manns og varð
sú breyting á að gert var ráð fyrir að Reykjavíkurborg
tæki bæði við einstaklingum og a.m.k. 5 fjölskyld-
um. Umfang þjónustunnar við umsækjendur hefur
vaxið ört síðan þá. Árið 2017 var samningur kominn
upp í 200 manns og skv. núverandi samningi á að
þjónusta 220 manns sem gildir út árið 2020.
Í samningnum felst m.a. að útvega umsækjend-
um húsnæði (rúmlega 60 búsetuúrræði í dag) sem
eru víðsvegar um borgina. Þjónustuaðili greiðir um-
sækjanda framfærslueyri á meðan hann nýtur þjón-
ustu sveitarfélagsins. Til framfærslu heyra matvörur,
hreinlætisvörur o.fl. Þjónustuaðili greiðir fyrir hús-
næði, rafmagn og hita sem og skólavist fyrir börn.
Afar mikilvægt er að koma sem fyrst á reglu um að
börn umsækjenda um alþjóðlega vernd, fái forgang
sem fyrst að leikskóla- eða grunnskólagöngu því
streita forsjáraðila bitnar oftast á börnunum. Þá er
einnig önnur þjónusta í boði, svo sem aðstoð vegna
heilbrigðistengdrar þjónustu, túlkaþjónustu, ýmis
konar ráðgjöf, samgöngukort o.fl.
Mikilvægt er að mæta fólki þar sem það er statt
því við vitum aldrei úr hvaða aðstæðum það kemur.
Menningarnæmi er grundvöllur fyrir vinnu með hóp-
um og einstaklingum í okkar starfi. Menningarnæmi
felst meðal annars í þekkingu á eigin fordómum og
að setja sig inn í aðstæður einstaklinga af öðru þjóð-
erni, öðrum kynþætti og menningaruppruna með
opnum huga ásamt því að afla sér þekkingar á ólík-
um siðum og trúarbrögðum.
Markmið teymisins er að veita umsækjendum
þjónustu sem stuðlar að vellíðan, valdefla þá og
styrkja þessa einstaklinga svo þeir geti tekist á við sín
verkefni, hvort sem það er að byggja upp nýtt líf á
Íslandi eða fara aftur til annarra landa eða heimarík-
is. Félagsleg ráðgjöf, stuðningsþjónusta, stuðningur
inni á heimili, fjölbreytt virkni og gott samstarf við
aðrar stofnanir og félagasamtök eru undirstaða þess
að ná fyrrgreindum markmiðum.
Markmiðið með félagslegri ráðgjöf fyrir umsækj-
endur er fyrst og fremst að beita heildarsýn þegar
unnið er að málum einstaklings. Afar mikilvægt er
að nota styrkleikanálgun og valdeflingu þannig að
hægt sé að bæta lífsgæði einstaklings á meðan mál
hans er í vinnslu til að undirbúa hann fyrir næstu skref.
Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir félagslega ein-
angrun með því að virkja einstaklinga í daglegu lífi en
einnig til að bæta lífsgæði einstaklingsins með betri
líkamlegri og andlegri líðan. Ýmis virkniúrræði hafa
verið hjálpleg til að efla umsækjendur og ber þar
helst að nefna myndlistarnámskeið, tónlistarsmiðjur,
tungumálakennslu, líkamsrækt og fleira mætti nefna.
Hafa ber í huga að það getur tekið tíma að vinna
traust fólks. Margir koma frá löndum þar sem mikil
spilling er í opinbera kerfinu og erfitt er að treysta því
sem sagt er. Hér er ekki um einsleita hópa að ræða,
heldur hópa sem hafa mismunandi skoðanir, viðhorf,
þekkingu og færni.
Þjónusta við barnshafandi konur og
mæður ungbarna
Útlendingastofnun sér um fyrstu læknisskoðun við
komu til landsins og almenna heilbrigðisþjónustu
meðan á málsmeðferð stendur, þar með talið mæðra-
og ungbarnaeftirlit, þar til Reykjavíkurborg tekur um-
sækjanda í sína þjónustu. Eftir að umsækjandi er kom-
inn í þjónustu Reykjavíkurborgar sér þjónustuaðili um
að aðstoða umsækjanda við að panta tíma hjá göngu-
deild sóttvarna og hælisleitenda á heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins (HH) í Mjódd. Samkvæmt samningi
sem UTL og HH hafa gert með sér er sérstaklega talið
upp að mæðra, ung -og smábarnavernd séu hluti af
veittri heilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar eftir fyrstu
læknisskoðun. Þetta er hluti af þeim samningi sem er í
gildi á milli stofnanna UTL og HH.
Þegar konur eru barnshafandi fara þær í sína fyrstu
mæðraskoðun á Sólvangi í Hafnarfirði. Eftir að þær
verða notendur þjónustu í okkar teymi hjá Reykja-
víkurborg er bókuð mæðravernd hjá heilsugæslu
þess hverfis sem viðkomandi kona býr í. Eftir
fæðinguna fá nýbakaðar mæður mikla og góða þjón-
ustu frá ungbarnaeftirlitinu. Okkar teymi hefur átt í
farsælu samstarfi við starfsmenn ungbarnaeftirlits-
ins. Sú hugmynd hefur komið upp að gott væri að
formgera samstarfið og samvinnuna enn betur t.d.
með sameiginlegum fundi þar sem nýbökuð móðir,
ljósmóðir og málstjóri hittast formlega. Á þeim fundi