Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 56

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 56
56 starf sitt eins og sorg, reiði og höfnun, óöryggi, af- skiptaleysi, sjálfsásakanir og efasemdir um sig sjálfar og eigin getu ásamt því að finnast þær vera van- metnar eða að ekki væri hlustað á þær. Nokkrar ljósmæðurnar í þessari rannsókn lýstu því hvernig líðan þeirra varð verri eftir því sem tím- inn leið og ræddu samt sem áður ekki líðan sína, en þetta hefur komið fram í fleiri rannsóknum sem sýndu að ljósmæðrum fannst þær ábyrgar fyrir útkomu fæðinga, upplifðu hræðslu, skömm og töldu sig hafa brugðist skjólstæðingum sínum. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að þessar tilfinn- ingar geta varað lengi og reynst þeim erfiðar (Sig- fríður Inga Karlsdóttir o.fl., 2018; Hoffman, 2018; Coughlan o.fl., 2017, Schrøder o.fl., 2016). Skortur á stuðningi. Niðurstöður okkar rannsóknar sýn- ir að ljósmæðrum fannst erfitt að stuðningur væri ekki boðinn og að þeim fannst erfitt að óska eftir stuðningi. Það kom þó ekki fram í rannsókninni að ljósmæðurnar hræddust fordóma við að sækja sér aðstoð eins og rannsókn Hoffman (2018) hafði áður lýst sem einni ástæðu fyrir því að starfsfólk forðaðist að leita sér aðstoðar. Rannsóknarniðurstöður okkar sýndu að sumum ljósmæðrunum fannst þær missa hluta af sjálfum sér þegar þær hættu en aðrar fundu fyrir létti vegna langvarandi álags. Allar ljósmæðurnar voru sam- mála um að ákvörðunin að kveðja starfið hafi verið erfið og tekið mikið á þær. Þetta kallast á við þær fjölmörgu rannsóknir sem hafa sýnt að ljósmæður sem upplifa alvarleg atvik í starfi eru líklegri en aðr- ar ljósmæður til að færa sig til í starfi, taka sér frí frá störfum eða breyta alveg um starfsvettvang í kjölfar slíks atviks (Spiby o.fl., 2018; Leinweber o.fl., 2017; Whalberg o.fl., 2016). Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að skoða hvaða þættir vinna gegn áfallastreitu og alvarlegum afleiðingum áfalla á ljósmæður og hvaða þættir geta stuðlað að eflingu þeirra en slíkt getur unnið gegn brotthvarfi úr starfi (Whalberg o.fl., 2019; Nightingale, Spiby, Sheen og Slade, 2018). En slíkar rannsóknir hafa ekki ver- ið framkvæmdar hér á landi. Engin ljósmæðranna gat lýst ákveðnu ferli sem fór af stað þeim til stuðn- ings þegar þær upplifðu atvikið og er það eitthvað sem nauðsynlegt er að breytist sem allra fyrst. Þær þurftu sjálfar að hafa frumkvæði að því að leita eftir formlegum stuðningi og gerðu það ekki fyrr en þær voru komnar í þrot og oft var langur tími liðinn þar til þær fengu faglega aðstoð. Þegar frá leið var það ekki alltaf neikvæð upplif- un að hætta störfum eða skipta um starfsvettvang, heldur gátu sumar ljósmæðurnar litið á það sem tækifæri til að læra. Þá höfðu þær getað notað þessu erfiðu lífsreynslu til að læra af því og töldu að þrátt fyrir allt hefði atvikið orðið til góðs. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt að njóti starfsmaður, í kjölfar alvar- legs atviks, trausts og virðingar, upplifi samkennd og stuðning, fái tækifæri til að deila reynslu sinni og upplifun og fái tækifæri til að taka þátt í að bæta vinnubrögð eða vinnulag til varnar því að sama atvik endurtaki sig, hefur það fyrirbyggjandi áhrif gegn alvarlegum afleiðingum áfallsins (Whalberg o.fl., 2019; Hoffman, 2018; Margrét Blöndal, 2007). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að mikið álag og léleg mönnun hefur áhrif á líðan ljósmæðranna og skapaði ójafnvægi í þeirra eigin lífi, ásamt því sem það hafði áhrif á starfshæfni þeirra og að þær hættu starfi. Rannsóknir styðja að mikið vinnuálag hefur áhrif á líðan starfsmanna og afleiðingarnar geta verið langvarandi þreyta og jafnvel örmögn- un. Það ásamt starfstengdri streitu og tilfinningu um að hafa ekki nægan tíma í krefjandi verkefni getur haft áhrif á viðbrögð og úrvinnslu ljósmæðra þegar alvarleg atvik koma upp (Holland o.fl., 2018; Leinweber o.fl., 2017). Nokkrar ljósmæðranna ræddu einnig hversu krefjandi starf ljósmæðra er, að eyða heilu vinnudögunum við rúm skjólstæðings og allan þann tíma ertu að gefa af þér og þarftu að halda andliti, sama á hverju dynur. Rannsóknir hafa sýnt að slíkt getur haft mikil áhrif á starfsfólk, jafnvel neikvæð áhrif á persónulegt líf auk þess sem það veldur aukinni tilhneigingu til kulnunar í starfi (Hunt- er et al., 2019; Holland o.fl., 2018). Eins og áður hefur komið fram getur fullnægjandi stuðningur við starfsmann í kjölfar alvarlegs atviks í fæðingu dregið úr þjáningu og líkum á alvarleg- um afleiðingum á meðan skortur á slíku getur aukið áfallið og afleiðingar þess (Coughlan o.fl., 2017). Þær ljósmæður sem rætt var við í þessari rannsókn voru allar sammála um að stuðningurinn sem þær fengu var annað hvort ekki til staðar eða ófullnægj- andi. Þær töldu sig ekki hafa fengið viðurkenningu eða skilning á líðan sinni og upplifðu í einhverjum tilfellum að hafa verið dæmdar að ósekju. Þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.