Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 76
76
„Okkar
viðkvæmustu konur“
Veruleiki barnshafandi kvenna sem eru
umsækjendur um alþjóðlega vernd
Á síðastliðnum 20 árum hefur fjöldi innflytjenda á
Íslandi aukist úr 2,6 prósent í 15,6 prósent (Edyth
L. Mangindin, 2020). Að sama skapi hefur hlutfall
erlendra sjúklinga á Landspítala aukist og telur
nú um 20 prósent. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks
sem kemur alls staðar að, þ.m.t. hælisleitendur og
flóttamenn.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd – sem
einnig eru kallaðir hælisleitendur – eru meðal
viðkvæmustu einstaklinga sem sækja heilbrigð-
isþjónustu hvers lands. Innan þessa hóps eru svo
enn viðkvæmari hópar eins og til dæmis börn
sem og skjólstæðingar okkar ljósmæðra - barns-
hafandi konur. Nýleg fræðileg samantekt á eig-
indlegum rannsóknum á reynslu þessara kvenna
af barneignarþjónustu í 14 löndum Evrópu sýnir
að áskoranir þeirra eru margvíslegar og flóknar. Í
samantektinni komu fjögur þemu endurtekið í ljós
varðandi reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu: „Að
finna sér leið – reynslan af því að kynnast kerfinu á
nýjum stað; Við skiljum ekki hvert annað; Hvern-
ig komið er fram við mann skiptir öllu máli; Þarfir
mínar eru flóknari og dýpri en sú staðreynd að ég
sé ófrísk“. Niðurstaða höfunda er að umsækjend-
ur um alþjóðlega vernd þurfi nýja nálgun þar sem
menningarlegt innsæi, samvinna milli ólíkra stofn-
ana og samfella í þjónustu ætti að vera hornsteinn
þjónustunnar (Fair, Rane, Watson, Vivilaki, van den
Muijsenhergh og Soltani, 2020).
Ýmsir óvissuþættir verða á vegi okkar í starfi
þegar þessi tiltekni hópur kvenna leitar til okkar í
barneignarferlinu. Fjölmörgum spurningum þarf
að svara í þessu samhengi en nokkrar þeirra eru
til dæmis: Hver er skylda okkar sem þjóðar gagn-
Anna Guðný Hallgrímsdóttir og Steinunn H. Blöndal