Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 50

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 50
50 od o.fl., 2018; Spiby o.fl., 2018; Tyssen 2018; Chohen, Leykin, Golan-Hadari og Lahad, 2017; Sheen, Spiby og Slade, 2015; Fiabane o.fl., 2013; Rice og Warland, 2013). Ljósmæður með stuttan starfsaldur eru þar í sérstakri áhættu (Kool, Feijen-de Jong, Schellevis og Jaarsma, 2019). Nýleg rannsókn frá Bretlandi sýnir að ljósmæður upplifa mikið andlegt álag við vinnu sína, sérstaklega yngri ljósmæður með minna en 10 ára starfsaldur, sem vinna á mörgum vinnustöðum (Hunt- er, Fenwick, Sidebotham og Henley, 2019). Viðbrögð einstaklinga við alvarlegum atvikum geta verið á ýmsa vegu en þegar einstaklingur yf- irgefur stéttina í kjölfar slíks atviks getur það verið allt frá því að vera ein leið til lausnar og yfir í algjört niðurbrot. Samkvæmt yfirlitsgrein Hoffmans (2018) kemur hræðsla við að trúnaður sé ekki virtur og hræðsla við fordóma helst í veg fyrir að fólk leiti sér aðstoðar við að vinna úr erfiðum hlutum sem það upplifir í starfi. Góður stuðningur getur aftur á móti skipt sköpum í að bæta útkomu starfsmanns sem upplifir slíkt (Coughlan o.fl., 2017). Auk þess sem áhrif alvarlegra atvika á starfsfólk hafa til- hneigingu til að vera meiri ef um er að ræða að skjólstæðingarnir séu ungt, hraust fólk og ef um fleiri en eitt líf er að ræða (Spiby o.fl., 2018; Coug- hlan o.fl., 2017). Í yfirlitsgrein Coughlan, Powel og Higgins (2017) um afleiðingar alvarlegra atvika í fæðing- um kemur fram að ljósmæður tala oft ekki um vanlíðan sína, geta fengið á tilfinninguna að þær beri ábyrgð á óvæntri útkomu og upplifi að hafa brugðist skjólstæðingi sínum. Afleiðingarnar geta til dæmis verið tilfinningalegt álag, hræðsla, sektarkennd, skömm, þunglyndi, svefnvandamál, endurtekin minningabrot frá atburðinum auk þess sem viðkomandi getur orðið var við ýmis líkamleg einkenni (Hoffman, 2018; Sigfríður Inga Karlsdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir, Elísa Dröfn Tryggvadóttir og Eydís Hentze Pétursdóttir, 2018; Coughlan o.fl., 2017; Slade, Sheen, Collinge, Butters og Spiby, 2018). Opinber umfjöllun, rann- sóknarferli og niðurstöður rannsókna á alvarlegu tilviki getur einnig aukið höggið á starfsmanninn gríðarlega. Ljósmæður á Íslandi eru samheldin stétt sem á sér langa sögu og þeim þykir mikilvægt að hafa hver aðra sér til stuðnings (Ólafsdóttir, 2006). Ein íslensk rannsókn hefur verið framkvæmd þar sem skoðuð er upplifun ljósmæðra af alvarlegum at- vikum í starfi og þar kom fram að áhrif alvarlegra atvika á ljósmæður geta verið veruleg, alvarleg og varað til langs tíma. Alls tóku 15 ljósmæður þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar sýna að á meðan á atvikinu stendur eru þær einbeittar og ekkert kemst að í huga þeirra nema að sinna konunum og barninu eins vel og hægt er. En þegar hættan var liðin hjá upplifðu þær margs konar áhrif á andlega og líkamlega líðan. Meðal annars nefndu þær; kvíða, svefnleysi, þróttleysi, að endurupplifa atvikin, erfiðleika við að fara aftur til vinnu og að atvikin hefðu haft langvarandi áhrif á líðan þeirra, bæði í starfi og á þeirra persónu- lega líf (Sigfríður Inga Karlsdóttir o.fl., 2018). Í þessari rannsókn er sjónum beint að ljós- mæðrum sem hafa hætt störfum við fæðingar eftir alvarleg atvik í íslenskum veruleika. Mikil- vægt er að fá innsýn í þá reynslu meðal annars í því augnamiði að hægt verði að styðja betur við þær ljósmæður sem upplifa alvarleg atvik í starfi. Aðferðafræði Rannsóknarsnið Rannsóknarsniðið sem notast var við er eigind- legt og stuðst var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Sú aðferð er talin heppileg þegar ætlunin er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum, meðal annars til að bæta mannlega þjónustu (Sigríður Halldórsdóttir, 2013a). En að- ferð Vancouver-skólans hefur verið lýst ítarlega annarsstaðar og fylgt var sama ferli og þar er lýst (Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, Sigrún Sigurðar- dóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2014; Inga Vala Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2019). Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun ljósmæðra af því að hætta að starfa við fæðingar í kjölfar alvarlegra atvika í starfi, ásamt því að skoða sérstaklega hver upplifun ljósmæðr- anna var af stuðningi. Tvær rannsóknarspurningar voru settar fram: Hver er upplifun ljósmæðra af því að hætta störf- um við fæðingar í kjölfar alvarlegs atviks í starfi og hver var upplifun ljósmæðra af veittum stuðningi í kjölfar alvarlegs atviks í starfi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.