Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 55
55
svo alvarleg...það leggur enginn af stað með
að meiða aðra manneskju í þessu starfi, þetta
verður bara svo alvarlegt ef eitthvað gerist. En
fjölmiðlarnir geta dæmt mann.
Annað undirþemað nefnist áhrif áfallsins þegar
frá líður. Það þema lýsti líðan ljósmæðra sem upp-
lifðu að missa styrk sinn, vonleysi og höfðu byggt
sér ákveðna varnarmúra áður en þær tóku ákvörðun
um að hætta. Þeim fannst erfitt að hugsa til þess
að jafnvel í langan tíma höfðu þær ekki fengið þá
ánægju út úr starfinu sem þær voru vanar að fá áður
en atvikið átti sér stað. Þegar frá leið fannst þeim
enn erfitt að hugsa til þess. Sumar vildu einfaldlega
gefast upp á öllu, voru áhugalausar um samskipti
við aðra og fannst þær ekkert hafa að gefa öðrum
lengur.
Ég fékk áfallastreituröskun, var endalaust að
endurupplifa atburðinn... svitnaði ef ég hugs-
aði um þetta, grét af minnsta tilefni, þetta er
bara hræðileg tilfinning... Áfallið kemur á svo
löngum tíma, það varð alltaf meira eftir því sem
tíminn leið. Þetta hafði bara svo mikil áhrif lengi
á eftir.
Ein ljósmæðranna lýsti líðan þannig að í stað þess
að standa ein eftir atvikið hafi hún smátt og smátt
byggt upp varnarmúra, byggt upp styrk sinn og sótt
í félagsskap sterks fólks sem var henni dýrmætt:
Maður er bara duglegur að byggja sér varnar-
múra, sem hefur kannski gert það að ég er
þessi sterka manneskja sem ég er í dag, ég
er ekkert betri en hver annar en ég hef safnað
rosalega sterku fólki í kring um mig sem ég get
leitað til þegar eitthvað kemur upp á.
Þriðja og síðasta undirþemað var, lífið heldur
áfram. Þrátt fyrir að ljósmæðurnar legðu áherslu á að
lífið héldi áfram þá töluðu þær um að lífið yrði aldrei
samt og líktu reynslunni við sár sem aldrei gróa al-
veg. Hluti ljósmæðra gat litið jákvæðum augum á
reynslu sína og fannst þegar upp var staðið að um
væri að ræða reynslu sem hefði gert þær að sterkari
einstaklingi. Sumar höfðu náð ákveðinni úrvinnslu
og sátt þrátt fyrir allt. Áhrifin á flestar ljósmæðurnar
voru þó gífurleg og ekki allar ljósmæðurnar höfðu
náð að vinna sig úr áfallinu en fleiri höfðu lagt ferlið
að baki og haldið áfram með líf sitt. Atvikið og ferl-
ið allt stóð þeim þó enn mjög nærri og hafði sett
sitt mark á sálarlíf þeirra og litu á reynsluna sem sár
sem aldrei mundi gróa. Ein ljósmóðir lýsti þessu á
þennan hátt:
Fyrir mig er engin leið til baka, þótt það sé ekki
sem ljósmóðir, en bara að fá að lifa, fá að halda
áfram með líf mitt... Það er bara svo erfitt að
það er ekki hægt að ýta málinu út af borðinu,
að maður sé búinn með þennan pakka... þetta
lifir með manni, alltaf.
Umræður
Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að þær
ljósmæður sem fengu góðan jafningjastuðning
töldu að hann hefði verið þeim mikilvægastur og
hefði skipt mestu máli í því að vinna úr áfallinu. Hins
vegar upplifðu sumar ljósmæðurnar mikið stuðn-
ingsleysi og að ekkert kerfi hefði farið í gang til
þess að styðja þær. Áhrif áfallsins voru veruleg og
hamlandi og komu fram í bæði líkamlegum og and-
legum veikindum. Þær upplifðu höfnun og skiln-
ingsleysi og að ekki væri horft til þeirra sem einstak-
linga sem ættu sér sína sögu og sína reynslu. Sumar
gátu horft til þessa ferlis sem tækifæri til þroskast og
að finna sig sjálfar á ný á meðan öðrum fannst þær
missa hluta af sjálfri sér.
Ljósmæðurnar upplifðu ekki bara stuðning frá
samstarfsfólki og vinnuveitendum heldur upplifðu
þær margar mikið stuðningsleysi sem særði þær
óumræðanlega. Stuðningurinn gat verið í formi um-
hyggju þar sem þær voru spurðar um líðan þeirra
eftir að þær hættu störfum, faðmlög frá fyrrverandi
samstarfsfélögum og hughreystandi orð. Aftur á
móti upplifðu þær einnig að fólk forðaðist þær, að
þeim væri ekki heilsað og að þær voru ekki lengur
boðnar með þegar ljósmæður hittust utan vinnu.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður svo
sem rannsókn Coughlan o.fl., (2017) en þar kemur
fram að góður stuðningur getur haft mikil og góð
áhrif á meðan skortur á stuðningi getur aukið áfall-
ið og afleiðingar þess. Ljósmæður búa við mikla
sérstöðu í starfi sem eru mikil og náin tengsl þeirra
við þær konur sem þær sinna og það gerir þær að
öllu jöfnu berskjaldaðri gagnvart alvarlegri útkomu
móður og barns (Javid o.fl., 2018). Niðurstöður
þessarar rannsóknar sýna að ljósmæðurnar höfðu
flestar upplifað erfiðar tilfinningar í tengslum við