Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 13
13 Það er skemmst að segja frá því að nær allt al- þjóðastarf hefur legið niðri á veiruárinu 2020. Flest öllum ráðstefnum hefur verið frestað, þar á meðal alþjóðaráðstefnu ICM á Balí ICM hefur nú gefið út að sú ráðstefna verði á netinu á næsta ári svo enn er lífið ekki komið í eðlilegt horf. ICM hélt þó stjórnarfund sinn á Zoom en í stað þess að fjalla um stefnur og stefnubreytingar í tvo og hálfan dag var Zoomfundur þar sem farið var í þau verkefni sem ekki þoldu bið eins og t.d. kjör í embætti. Einnig hefur Evrópudeild ICM hist á Zoom til að bera saman bækur sínar. Stjórnarfundur NJF var einnig á rafrænu formi þetta árið og var því í eðli sínu styttri og færra rætt en undir venjulegum kringumstæðum. Ákveðið var að fresta fundi og freista þess að hittast í febrúar 2021 en litlar líkur eru nú á því að það gangi eftir. Stjórnarfundur EMA var einnig rafrænn og stuttur og lítið gert nema að samþykkja fjárhagsá- ætlun og reikninga ásamt því að kjósa fólk í emb- ætti. Nú í nóvember lauk þriggja ára samstarfsverk- efni LMFÍ og KNOV, hollenska ljósmæðrafélagsins. Verkefnið var unnið samkvæmt hugmyndafræði Twinning samstarfs. Hvert ljósmæðrapar vann að ákveðnu verkefni sem snerti hag ljósmæðra og/ eða skjólstæðinga. Edythe Mangindin var verk- efnastjóri Íslands megin. Alþjóðastarf LMFÍ 2020 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár Í tilefni 100 ára afmælis Ljósmæðrafélags Ís- lands 2019 var ákveðið að endurútgefa ljós- mæðratal og bæta við skrifum um sögu félags- ins. Þráðurinn var tekinn upp frá því að ritið Ljósmæður á Íslandi kom út árið 1984; í tilefni 60 ára afmælis 1979. Verkið er viðamikið og út- gáfan hefur dregist á langinn en fagnaðarefni að það kemur út núna um áramótin 2020-2021. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út í sam- vinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Hún inni- heldur hún hvort tveggja í senn ljósmæðra- tal fyrir árin 1984-2019 og þætti úr sögu ljósmæðra á Íslandi til okkar daga. Ljósmæðra- félagið sér um að koma bókinni til áskrifenda en fjölmargar ljósmæður hafa tryggt sér eintak. Bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár er hægt að panta í netfanginu holar@holabok.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.