Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 38
38
Reynsla kvenna af tvíbura-
meðgöngu með áherslu á
andlega líðan og stuðning
ljósmæðra
Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir, ljósmóðir, Fæðingarvakt, Landspítala
Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðiljósmóðir, kvennasviði, Landspítala
Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor við Háskóla Íslands
Inngangur
Meðganga getur haft ýmsar breytingar í för
með sér, m.a. líkamlegar breytingar og haft
áhrif á félagslegt hlutverk hjóna og fjölskyldna
þeirra, sem krefst tilfinningalegra breytinga og
aðlögunar að nýjum aðstæðum (Benute o.fl.,
2013). Þegar foreldrar fá að vita að börnin séu
tvö eða fleiri getur vitneskjan haft meiri áhrif á
líðan þeirra en þegar um einbura er að ræða
(Benute o.fl., 2013; Bryan, 2002; Klock, 2004).
Grein þessi er byggð á lokaverkefni í ljós-
móðurfræði þar sem markmiðið var að gera
fræðilega samantekt um reynslu kvenna af
eineggja tvíburameðgöngu með áherslu á
andlega líðan og stuðning ljósmæðra. Eins að
skoða andlega líðan þeirra eftir fæðingu og
þau mælitæki sem hægt er að styðjast við til
að meta einkenni þunglyndis og kvíða á með-
göngu og eftir fæðingu. Tekin voru viðtöl við
tvær íslenskar tvíburamæður og þau síðan
þemagreind í þeim tilgangi að fá innsýn inn í
sameiginlega reynslu kvennanna.
Tíðni tvíburaþungana hefur aukist á Íslandi frá
árinu 1998 sökum þess að núorðið eru fleiri þung-
aðar konur eldri þegar þær eignast barn og úr-
ræði til að verða barnshafandi hafa aukist (Karítas
Ívarsdóttir, Ragnheiður Bachmann og Ingibjörg
Eiríksdóttir, 2016). Hlutverk ljósmæðra er fjölbreytt
þegar kemur að umönnun þessara kvenna og hefur
breska stofnunin National Institute for Health and
Care Excellence (NICE) þróað umfangsmiklar leið-
beiningar sem notaðar hafa verið hér á landi fyrir
ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk. Upplýs-
ingagjöf og fræðsla skiptir sköpum sérstaklega
þar sem hætta er á að konur fái ekki réttar upplýs-
ingar í heimi tækninnar og er því nauðsynlegt að
tryggja þeim góðar og gagnlegar heimildir. Í með-
gönguvernd þurfa ljósmæður einnig að þekkja og
meðhöndla líkamlega fylgikvilla sem geta tengst
móður og börnum, ásamt því að leggja áherslu á
tilfinningalegan stuðning til að draga úr streitu og
kvíða sem oft tengjast slíkum áhættumeðgöngum
(Bricker, 2014).
Fáar rannsóknir hafa hins vegar verið fram-