Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 70

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 70
70 Þannig lýsti Salbjörg fyrstu ljósmóðurferð sinni sem var að Hlíðarhúsum. Guðrún Ingibjörg Þórðardóttir og Egill Jónsson frá Skarði bjuggu á Hlíðarhúsum við Möngufoss 1921 til 1932, flutt- ust þá vestur yfir Djúp og voru síðast í Súðavík. Annan í jólum 1929 kom Egill gangandi sem leið liggur frá Hlíðarhúsum til að sækja ljósmóð- urina að Unaðsdal. Hvasst var með rigningu og farið að dimma. Ljósmóðirin vissi ekki alltaf að barnsfæðingar væri von þegar hún var sótt eða fékk skilaboð um að koma strax. Mæðraskoðun á meðgöngu þótti ekki sjálfsögð og var sjaldan viðhöfð nema hjá vinkonum í næsta nágrenni. Salbjörg ljósmóðir fór oft ríðandi í söðli en í þetta sinn var það ekki hægt vegna veðurs og færðar. Ljósmóðurtaskan, belgvíð handtaska, var líklega látin í strigapoka svo Egill gæti borið hana á bakinu með því að láta efri hluta pokans ná yfir hægri öxlina, bundið þar í snæri og sett undir vinstri hönd og bundið í horn á pokanum – algengur útbúnaður svo hægt væri að tvíhenda broddstafinn. Salbjörg segir svo frá þessari ferð: Fylgdarmaðurinn, sem sótti mig var athug- ull og traustur, og þó sums staðar væri erfitt yfirferðar í náttmyrkrinu, komumst við heilu og höldnu í tæka tíð. Konan var komin yfir fertugt, hafði eignazt 8 börn og alltaf geng- ið erfiðlega, svo ekki var nú bjart framundan fyrir lítt reynda ljósmóður. Ógerlegt var að ná til læknis þá um nóttina, hvað sem fyrir hefði komið, ‒ rokveður, langt til bæja, enginn sími og læknir í órafjarlægð. En ég var furðu róleg, treysti því, að Guðs forsjón myndi ljá mér lið, og það brást ekki. Guð gaf að allt gekk vel. Tveim árum seinna var ég aftur hjá þessari konu. Þá var hún 45 ára og fæddi 18. marka dreng. Þær hafa margar verið – sveitakonurnar, og ekki möglað þótt margt hafi verið erfitt. Stúlkan sem fæddist þarna í fátæklegu hús- næði, löngu fyrir allsnægtaöld, fór með foreldr- um sínum frá Hlíðarhúsum 1932 og bjó lengst af í Súðavík. Baðstofan á efra loftinu í Hlíðarhús- bænum var ekki stór, aðeins þrjú stafgólf, varla 20 fermetrar en minni stofa niðri, gangur og stigi upp í loftsgatið. Olíulampinn gaf ekki mikla birtu en börnunum var starsýnt á jólaljósin á nokkrum kertum, sem gáfu viðbótar birtu. Það var sama hversu mikil fátækt var á heimilum, alltaf voru keypt kerti og þóttu fullkomin jólagjöf með ullarsokkum eða einhverri flík. Ytri hluti bæjarins var minna hús undir súð, þar var inngangur og geymsla. Það varð fögnuður í bæ þegar umgang- ur heyrðist við útidyrnar og húsbóndinn kom loks með ljósmóðurina, sem allt traust var sett á. Þægindum var ekki fyrir að fara, Egill bóndi þurfti að sækja neysluvatnið í ána. Kamína með eng- um bakarofni var ein til eldunar og upphitunar í húsinu, mórinn úti í hlaða undir torfþekju og það þurfti stöðugt að bæta móflögum í lítið eldhólf- ið til að halda góðum hita í baðstofunni. Það vill svo til að þessi litla kamína frá Hlíðarhúsum hefur varðveist og er nú á Lyngholti og þeir sem vilja geta séð hana þar. Í áðurnefndri ritgerð segir Salbjörg frá því að fyrsta veturinn sem hún var ljósmóðir hafi verið barið á glugga hjá sér kl. 6 að morgni. Þetta var í janúar og stórhríð, úti náttmyrkur. Var þarna kom- inn Elías Borgarsson af næsta bæ, Mýri, að sækja ljósmóðurina til Júlíönu systur sinnar sem bjó á Árbakka og var að fara að fæða í fyrsta sinn. Það var stutta leið að fara – um 10 mínútna gangur í sæmilegu veðri. Bylurinn var hinsvegar svo mik- ill að ekkert sást frá sér. Þau villtust og ferðin tók heilar þrjár klukkustundir. Barnið fæddist nokkrum mínútum eftir að þau komu og allt gekk vel. Ljósmóðurtaska Salbjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.