Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 60

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 60
60 Jennie Joseph „Besta mögulega barneignarþjónusta – fyrir hverja einustu konu, í hvert einasta skipti“ Mæðradauði í Bandaríkjunum er sá mesti á Vesturlöndum. Þar deyja um 700 konur á ári hverju vegna meðgöngu- og fæðingar- tengdra kvilla. Samfélagslegur ójöfnuður, kerfisbundnir kynþátta- fordómar og takmarkað aðgengi að heilbrigðisþjónustu birtist meðal annars í því að konur af öðrum kynþætti en hvítum eru rúmlega tvöfalt líklegri til að deyja við barnsburð. Seint á níunda áratug síðustu aldar fluttist ung ljósmóðir að nafni Jennie Joseph yfir Atlantshafið frá Bretlandi. Hún átti eftir að helga líf sitt því að bæta barneignarþjónustu í Bandaríkjunum, bæði í nærumhverfinu og á hinu stóra pólitíska sviði. Hugsjón hennar, kraftur og sterk réttlætiskennd hafa veitt mörgum ljósmæðrum um allan heim innblástur um hvernig ljósmæður geta – hver og ein einasta – lagt sitt af mörkum svo allar konur fái góða barn- eignarþjónustu og engin kona sé þar undanskilin. Þegar Jennie fluttist til Flórída var henni óheimilt að starfa þar sem ljósmóðir. Ljósmóðurleyfi hennar frá Bretlandi var ekki viðurkennt þar sem hún hafði ekki hjúkrunarmenntun. Í öðrum fylkjum Banda- ríkjanna voru fordæmi fyrir því að ljósmæður hefðu annað hvort hjúkrunarmenntun í grunninn eða einungis ljósmæðrapróf og var það því fyrsta verkefni hennar að fá lögunum í Flórída breytt þannig að báðar leiðir til ljósmæðranáms væru samþykktar. Hún varð því fyrsta ljósmóðirin í Flórída með leyfi til þess að sinna ljósmæðrastörf- um án þess að vera með hjúkrunarpróf. Síðan hefur hún verið braut- ryðjandi og leiðandi í málefnum ljósmæðra í Flórída og Bandaríkjun- um öllum. Jennie hefur einnig beint sjónum sínum að að ójöfnuði innan ljósmæðrastéttarinnar en mikill meirihluti ljósmæðra í Banda- ríkjunum eru hvítar konur af millistétt. Hún stofnaði ljósmæðraskóla sem hefur þá sérstöðu að hvetja konur af ólíkum kynþáttum og með ólíkan félagslegan bakgrunn til að stunda þar nám. Þegar Jennie hóf störf í Bandaríkjunum vakti ójöfnuður í heilbrigð- iskerfinu strax athygli hennar og undrun. Hún fann til ábyrgðar. Mikilvægast fannst henni að finna leiðir til þess að hver einasta kona hefði möguleika á eins góðri og heilbrigðri meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og hægt væri, óháð litarhætti eða félagslegri stöðu. Með þetta að markmiði opnaði Jennie fæðingarheimilið The Birth Place í Flórída þar sem hún bauð upp á fyrsta flokks meðgönguvernd fyrir allar konur, óháð því hvort þær höfðu hugsað sér að fæða barnið á fæðingarheimilinu eða nærliggjandi sjúkrahúsum og óháð því hvort þær gátu greitt fyrir þjónustuna eða ekki. Markmið Jennie var að barnshafandi konur hefðu val - með því væri ýtt undir valdeflingu þeirra þannig að þær tækju upplýstar ákvarðanir um meðgöngu og fæðingu. Hún vildi styrkja nærsamfélagið með því að auðvelda aðgengi að þjónustunni og veita bestu barneignarþjónustu sem völ væri á, fyrir hverja einustu konu, í hvert einasta skipti. Þetta fyrir- komulag leiddi til þess að konur sem annars hefðu verið ólíklegar til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á meðgöngu, komu í meðgöngu- vernd og þannig varð The Birth Place mikilvægur þáttur í að bæta útkomu mæðra og nýbura í Flórída. Jennie hefur verið öflug í að opna umræðu um kerfisbundna kyn- þáttafordóma í Bandaríkjunum og draga fram í dagsljósið þann ótrúlega ójöfnuð sem blasir við þegar fæðingarútkoma kvenna af ólíkum uppruna er borin saman. Jennie er sannkallaður frum- kvöðull og fyrirmynd annarra ljósmæðra og hún hefur sýnt í verki hvernig hugsjónir og skýr markmið geta leitt til undraverðra um- bóta á stuttum tíma. ,,Á meðan konur og fjölskyldur þeirra hafa ekki aðgengi að menntun og stuðningi og fá hvorki upplýsingar né umboð til upplýstrar ákvarðanatöku þá verða þær áfram í aukinni áhættu.“ Portrett: Elín Elísabet Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.