Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 22
22
Útdráttur
Bakgrunnur: Ljósmæðrastýrðar einingar innan og
utan sjúkrahúsa eru að ryðja sér til rúms, sérstaklega
síðustu ár, sem valkostur fyrir heilbrigðar konur í eðli-
legri meðgöngu. Ljósmæður eru í lykilhlutverki við að
fræða konur um val á fæðingarstað en í mæðravernd
er unnið eftir klínískum leiðbeiningum sem segja til
um að konur eigi að fá faglegar upplýsingar þannig
að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um fæðingar-
stað. Til að geta sinnt fræðsluhlutverki sínu þurfa
ljósmæður að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýs-
ingum um ávinning og áhættur ólíkra fæðingarstaða.
Markmið: Að bera saman útkomu kvenna og
barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum
konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða
á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan
sjúkrahúsa, við útkomu kvenna sem ætla að fæða
á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa.
Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin, fræðileg
samantekt. Gerð var heimildaleit á leitarsíðunum
Scopus, Cinahl, PubMed og Proquest. Notuð voru
leitarorðin; ljósmæðrastýrð eining (e. midwifery
unit), fæðingarheimili (e. birth center), fæðingar-
staður (e. birthplace), útkoma (e. outcome) og
Útkoma ljósmæðrastýrðra
eininga innan og utan
sjúkrahúsa
Kerfisbundin fræðileg samantekt
Outcomes of freestanding midwifery units and
alongside midwifery units
A systematic review
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir, fæðingarvakt Landspítala,
Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands,
Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor við Háskóla Íslands
Ritrýnd fræðigrein, tengiliður: gudlauge@simnet.is