Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 29
29 o.fl., 2011; Overgaard, Møller, Fenger-Grøn, Knud- sen og Sandall, 2011; Thornton o.fl., 2017) og í fimm rannsóknum var útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan sjúkrahúsa borin saman við útkomu þver- fræðilegra fæðingardeilda á sjúkrahúsum (Bernitz o.fl., 2011; Eide, Nilsen og Rasmussen, 2009; Homer o.fl., 2014; Laws, Tracy og Sullivan, 2010; Laws, Xu, Welsh, Tracy og Sullivan, 2014). Í einni rannsókn var bæði útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa skoðuð (Brocklehurst o.fl., 2011). Úrtaksstærð í tilraunahópunum var 839–11.282 konur á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa, samtals 34.222 konur. Úrtaksstærð hópanna á ljósmæðrastýrðum einingum innan sjúkrahúsa voru 252–22.232 konur, samtals 68.666 konur. Samtals voru því 102.888 konur í tilraunahóp- unum. Í samanburðarhópunum voru 201–475.791 kona, samtals 820.679 konur, sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild á sjúkrahúsi. Í tveimur rannsóknum var parað í samanburð- arhópinn og þurftu konur að vera heilbrigðar konur, í eðlilegri meðgöngu til að vera paraðar í saman- burðarhópinn. Í öðrum rannsóknum voru skilyrði fyrir þátttöku í samanburðahópi almennt þau að konurnar væru heilbrigðar í eðlilegri meðgöngu. Útkoma fæðinga Fæðingarmáti Sjálfkrafa fæðing um leggöng var algengari hjá konum, sem byrjuðu fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, en hjá konum sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingar- deild. Í fimm rannsóknum var munurinn marktækur (Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011). Allar rannsóknirnar nema ein voru með áhalda- fæðingar sem útkomubreytu (Thornton o.fl., 2017) og sjö þeirra sýndu marktækan mun. Þær konur, sem byrjuðu fæðingar á ljósmæðrasýrðum einingum, voru marktækt ólíklegri til að þurfa áhaldafæðingu heldur en konur sem hófu fæðingar á þverfræði- legum fæðingardeildum (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011). Allar rannsóknirnar í samantektinni voru með keisaraskurð sem útkomubreytu og í þeim öllum var ólíklegra að konur, sem ætluðu að fæða á ljós- mæðrastýrðum einingum, þyrftu keisaraskurð. Í átta rannsóknum af tíu voru marktækt minni líkur á því að konur, sem byrjuðu sína fæðingu á ljósmæðrastýrðri einingu, færu í keisaraskurð í samanburði við konur sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017). Hríðaörvun Fjórar rannsóknir voru með hríðaörvun sem út- komubreytu. Í þeim öllum var marktækt ólíklegra að konur, sem hófu fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum, þyrftu hríðaörvun heldur en konur á þver- fræðilegum fæðingardeildum (Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011). Mænurótardeyfing Sex rannsóknir af tíu voru með mænurótardeyfingu sem útkomubreytu og í öllum þeim rannsókn- um var marktækt ólíklegra að konur, sem byrjuðu fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, nýttu sér mænurótardeyfingu sem verkjastillingu í samanburði við þær konur sem byrj- uðu fæðingu á þverfræðilegum fæðingardeildum (Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl., 2011; Eide o.fl., 2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011). Í einni rannsókn var eingöngu talað um verkjalyf í fæðingu en ekki var nánari útlistun á hvers konar verkjalyf væru notuð en leiða má líkur að því að mænurótardeyfing hafi verið inni í þeirri tölu. Konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðra- stýrðum einingum utan sjúkrahúsa, voru marktækt ólíklegri til að fá verkjalyf í fæðingu en konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingar- deildum sjúkrahúsa (Davis o.fl., 2011). Flutningur í fæðingu Á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa var flutningstíðnin 14,8%–21,9% Flutningstíðni frumbyrja var 36,3-39% og flutningstíðni fjölbyrja var 7,2%-9,4%. (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2012; Overgaard o.fl., 2011). Á ljósmæðrastýrðum eining- um innan sjúkrahúsa var flutningstíðnin hærri, eða 26,4%–33,9% (Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl., 2012; Eide o.fl., 2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.