Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 39
39 kvæmdar sem tengjast andlegri líðan tvíbura- mæðra á meðgöngu og eftir fæðingu og þörf er fyrir íhlutunaraðferðir sem ljósmæður geta stuðst við til að bæta þjónustuna við konurnar þegar kem- ur að andlegri líðan þeirra. Ekkert sérstakt mælitæki hefur hingað til verið þróað til að meta, fyrirbyggja eða meðhöndla geðheilbrigðisvandamál kvenna sem ganga með tvíbura. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna þurfa þessar konur á stuðningi að halda á meðgöngu en einnig á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu vegna einkenna um þunglyndi og kvíða sem getur tengst umönnun tvíburanna, vandamála í samskiptum við maka eða vöntun á frekari úrræðum til að takast á við nýja foreldrahlutverkið. Þær hindr- anir geta verið margvíslegar þegar kemur að því að konur nýti sér geðheilbrigðisþjónustu eftir fæðingu t.d. tímaskortur, vöntun á barnapössun, fjárhags- skortur eða skortur á samgönguleiðum (Wenze og Battle, 2018). Tvíburameðganga Í fræðilegri samantekt frá árinu 2005 sem byggði á 30 ára vinnu með foreldrum fjölbura í gegn- um stofnunina TAMBA (Twins and Multiple Births Association) og MBF (Multiple Birth Foundation) kom fram að pör sem áttu von á tvíburum upplifðu oft óraunhæfa bjartsýni sem gerði það að verkum að þau voru óundirbúin fyrir fylgikvilla og þau tilf- inningalegu áhrif sem fæðing tvíbura gat haft á fjöl- skylduna. Oft geta þunganir verið óvæntar og hvað þá þegar tvíburar eru til staðar en sýnt hefur verið fram á að alltof sjaldan fá þessi pör sérstaka fræðslu sem tengist fjölburameðgöngu og umönnun tveggja barna. Því er afar mikilvægt að foreldrar fjöl- bura hafi aðgengi að ljósmóður með sérkunnáttu og séu í ítarlegu eftirliti hjá ljósmæðrum og öðrum fagaðilum sem huga að einstaklingsbundnum og tilfinningalegum þörfum þeirra (Bryan, 2005). Samkvæmt Chasen og Chervenak (2017) felur tví- buraþungun í sér aukna áhættu á flest öllum þeim líkamlegu fylgikvillum sem upp geta komið á með- göngu samanborið við konur sem ganga með ein- bura en í fræðilegum samantektum Bricker (2014) og van den Akker, Postavaru og Purewal (2016) kom í ljós að mikilvægt er að huga einnig vel að andlegri líðan kvennanna en fáar rannsóknir hafa lagt áherslu á þá streitu og andlegu vanlíðan sem konur geta upplifað þegar þær ganga með tvíbura. Því ber að huga vel að geðheilbrigði kvennanna með auknum stuðningi og fræðslu. Þegar um eineggja tvíbura- meðgöngu er að ræða eru belgjaskil þunn í móð- urkviði og krefjast slíkar meðgöngur þéttara eftirlits hjá ljósmóður ásamt reglulegum fósturgreining- um (Bricker, 2014; Medforth o.fl., 2017). Í rannsókn Wenze og Battle frá árinu 2018 kom í ljós að tví- burameðganga, þar sem um var að ræða eineggja tvíbura, fól í sér meiri áhættu heldur en meðganga með tvíeggja tvíbura og samfara því auknar líkur á vandamálum hjá nýburunum. Mikilvægt er því að byrjað sé að skoða snemma á meðgöngu hversu þykk belgjaskilin eru í sónar til að stuðla að því að meðgangan gangi sem best fyrir sig. Tekin voru viðtöl við tvær íslenskar konur sem áttu það sameiginlegt að hafa gengið með og átt ein- eggja tvíbura, sem felur í sér meiri áhættu en með- ganga með tvíeggja fyrirbura, voru á fertugsaldri, í sambúð og höfðu skipulagt þungunina. Konurnar fengu sérstök nöfn Anna og Erla og lýstu báðar mikilli gleði þegar tvíbura var von. Anna: Þannig ég fékk alltaf strax tilfinninguna, bara jesss. Þú veist. Ég var ekkert eitthvað brjál- æðislega hissa eða neitt, meira bara geðveikt ánægð. Erla: Sko það var á sjöttu viku. Ég bara man ég leit á hana, konuna [ljósmóðurina] og hló bara. Og leit svo á hann [kærastann] og hló bara. Andleg líðan kvenna sem ganga með tvíbura Í ljósi margra líkamlegra vandamála sem upp geta komið á meðgöngu geta geðheilbrigðisvandamál einfaldlega gleymst, þar sem heilbrigðisstarfs- fólk geti síður verið meðvitað um aukna áhættu á þunglyndi, kvíða og streitu hjá foreldrum tvíbura. Eins og áður sagði upplifa konur sem ganga með tvíbura margar hverjar aukna andlega vanlíðan á meðgöngu eins og streitu, þunglyndi og kvíða, og þarfnast þessi hópur kvenna oft á tíðum sérstakrar umönnunar og þjónustu vegna hindrana sem upp geta komið (Benute o.fl., 2013; Bryan, 2005; Tenda- is og Figueiredo, 2016; Vilska o.fl., 2009; Wenze og Battle, 2018).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.