Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 31
31 Umfjöllun um niðurstöður Útkoma fæðinga Heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu, sem ætl- uðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingardeild- um sjúkrahúsa voru í aukinni hættu á inngripum í fæðingar samanborið við ljósmæðrastýrðar ein- ingar. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður- stöður annarra samantekta sem hafa verið gerðar á útkomu fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum (Alliman og Phillippi, 2016; Scarf o.fl., 2018). Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvað það er við ljósmæðrastýrðar einingar sem hefur jákvæð áhrif á útkomu. Á ljósmæðrastýrðum einingum eru konur studdar til þess að eiga lífeðlislegar fæðingar og reynt er að styðja við konur og stuðningsaðila þeirra á sálfélagslegan hátt (Rocca-Ihenacho o.fl., 2018; Stapleton, 2017). Þetta á ekki síst við um ljós- mæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa þar sem skipulag byggir á samfelldri þjónustu í gegnum barneignarferlið. Í mæðraverndinni gefast ljós- mæðrum tækifæri til að búa konuna undir lífeðlis- lega fæðingu og tengjast konunni og stuðnings- aðila hennar (Benatar, Garrett, Howell og Palmer, 2013). Samþætting þekkingar ljósmæðra og kvenna byggt á gagnkvæmu sambandi þeirra í hvetjandi fæðingarandrúmslofti ættu svo að hafa jákvæð áhrif (Berg, Olafsdottir og Lundgren, 2012). Mænurótardeyfing í fæðingu er töluvert al- gengt inngrip og sem dæmi má nefna að hlutfall mænurótardeyfingar var 45,4% hjá konum sem ráðgerðu fæðingu um leggöng á Landspítalanum árið 2017 (Eva Jónasdóttir og Védís Helga Eiríks- dóttir, 2019). Mænurótardeyfing í fæðingu getur hægt á fæðingunni, konan hefur minni hreyfigetu og meiri líkur eru á hríðaörvun (Anim‐Somuah, Smyth, Cyna og Cuthbert, 2018). Munurinn á tíðni mænurótardeyfingar eftir fæðingarstöðum getur bæði skrifast á ólíka nálgun og hugmyndafræði á fæðingarstöðunum (Aune, Holsether og Kristen- sen, 2018; Bohren o.fl., 2017) en ekki má heldur útiloka að bakgrunnur kvenna hafi áhrif t.d. að hluti kvennanna, sem koma í fæðingu á þverfræðilegum fæðingardeildum, ætli sér að fá mænurótardeyf- ingu til verkjastillingar en konur, sem ætla sér fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, líti ekki á mænurót- ardeyfingu sem valkost þar sem þær viti að hún er ekki í boði þar. Flutningstíðnin af ljósmæðrastýrðum einingum yfir á fæðingardeildir var 14,8%–33,9%. Þessar tölur eru sambærilegar við íslenskar tölur. Árið 2010 voru 20% kvenna fluttar í eða eftir fæðingu frá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, á Landspítala. Flestar voru fluttar vegna hægs framgangs eða til verkjastillingar (Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Á árunum 2005–2009 voru 17,9% kvenna í heimafæðingum á Íslandi flutt- ar á fæðingardeild sjúkrahúsa. Algengustu ástæður flutnings voru þörf á frekari verkjastillingu og hægur framgangur í fæðingu. Fleiri frumbyrjur en fjölbyrjur voru fluttar (Halfdansdottir, Smarason, Olafsdottir, Hildingsson og Sveinsdottir, 2015). 36,7% kvenna sem hófu fæðingu í fæðingarstofu Bjarkarinnar á tímabilinu maí 2017 – desember 2017 voru fluttar á hærra þjónustustig. Algengustu ástæðurnar fyrir flutningi voru ósk um mænurótardeyfingu og hæg- ur framgangur (Stefanía Ósk Margeirsdóttir, 2020). Í samantekt Alliman og félaga (2016) voru flutningar kvenna í fæðingu af ljósmæðrastýrðum einingum 11,6%–37,4%. Algengasta ástæðan fyrir flutningi var hægur framgangur. Útkoma kvenna Útkoma kvenna sem ætluðu sér að fæða á ljós- mæðrastýrðum einingum, var yfirleitt betri þar en á þverfræðilegum fæðingardeildum. Það er í sam- ræmi við útkomu annarra fræðilegra samantekta (Alliman og Phillippi, 2016; Scarf o.fl., 2018). Ólíklegra virtist að konum, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, blæddi eftir fæðingu en konum sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Í rannsókn Thorntons o.fl. (2016) voru þó marktækt meiri líkur á því að konum, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa, blæddi eftir fæðingu. Höfund- ar bentu á að ekki var hlutlægt mat á blæðingu á fæðingarstöðum þannig að skekkja í niðurstöðum gæti verið fyrir hendi. Einnig voru upplýsingar um meðferð á þriðja stigi fæðingar ekki fyrir hendi. Í samantektinni komu fram ábendingar um að konur, sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum, væru líklegri til þess að hljóta alvarlegar spangarrifur en konur sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa. Þó sýndi ein rannsókn marktækt meiri líkur á þriðju og fjórðu gráðu rifum á ljósmæðra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.