Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 84

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 84
84 væri farið yfir stöðuna, næstu skref og hlutverk hvers og eins skilgreint. Málstjórar okkar teymis eru sér- staklega vakandi yfir líðan og aðbúnaði nýbakaðra mæðra og hvítvoðunganna og ef þörf er á er veittur aukastuðningur frá teyminu inn á heimilið. Verðandi mæður fá fæðingarstyrk sem er 20.000 krónur og greiðist hann nokkrum vikum fyrir áætlaða fæðingu til að kaupa nauðsynjar fyrir ungabarnið. Hjálparstarf kirkjunnar hefur einnig verið hluti af þessu starfi og aðstoðað t.d. við úthlutun á ungbarnafötum og öðr- um nauðsynlegum hlutum. Þá veitir RKÍ verðandi mæðrum pakka með notuðum fatnaði eins og sam- fellum (5 stk), náttgalla og efri og neðri hluta (2 stk.) Í þessum pakka eru einnig handprjónaðar flíkur frá sjálfboðaliðum eins og teppi, húfa, vettlingar, sokkar og peysur. Okkar teymi hefur nýtt sér Góða hirðinn við kaup á barnavögnum til að eiga fyrir umsækjend- ur og þá höfum við einnig útvegað vöggu/rimlarúm sem og kodda , sæng og rúmfatnað. Þetta á einung- is við ef um er að ræða einstæðar mæður. Árið 2017 þjónustaði teymið okkar þrjár nýbakaðar mæður og börn þeirra. Mæðurnar komu frá Kenía, Úkraínu og Senegal. Árið eftir voru fimm nýbakaðar mæður og börn þeirra í okkar þjónustu, tvær mæður komu frá Nígeríu, hinar frá Moldavíu, Írak og Sómal- íu. Á árinu 2019 var mikil fjölgun í þjónustu teymisins við nýbakaðar mæður og þeirra nýbura, börnin voru 23 talsins. Flestar mæður komu frá Nígeríu eða tíu, þrjár frá Írak, tvær frá Ghana og hinar frá Mósambík, Kólumbíu, Íran, Palestínu, Moldavíu, Sýrlandi, Túnis og Líbíu. Á þessu ári höfum við þjónustað sex mæður og nýfædd börn þeirra, fjórar eru frá Nígeríu, ein frá Kasakstan og ein frá Írak. Umsækjendur um alþjóðlega vernd er sérstakur áhættuhópur þegar kemur að mansali. Þess vegna er mikilvægt að hafa augun opin vegna mögulegra fórnarlamba mansals og bregðast hratt og rétt við þegar grunur um slíkt kemur upp. Vinna teymisins er í stöðugri þróun og tekið er mið af margbreytilegum hópi hverju sinni. Áhrif COVID á umsækjendur um alþjóðlega vernd Í byrjun COVID faraldursins voru upplýsingar til al- mennings á Íslandi að mestu á íslensku (upplýsinga- fundir og heimasíður). Nú hefur orðið bragarbót á því og upplýsingar eru gefnar út á 9 tungumálum. Talið var að einstaklingar af erlendum uppruna fylgdust frekar með fréttum í sínum heimalöndum og brygðust því við með öðrum hætti en Íslendingar, til að mynda voru börn síður /ekki send í skóla. COVID faraldurinn hefur einnig haft áhrif þannig að færri umsækjendur um alþjóða vernd hafa komið til landsins og þeim sem hefur verið vísað brott eru í biðstöðu. Umsækj- endur höfðu því ákveðna sérstöðu þar sem ástandið tengt COVID kom í veg fyrir brottvísun og ýtti undir von margra um að geta dvalið varanlega á landinu. Óöryggi þeirra og kvíði var því til að byrja með frekar tengdur áhyggjum af ættingjum og vinum erlendis. Það sem við gerðum í okkar teymi í kjölfar COVID var meðal annars að reyna að tryggja að upplýsingar um smitvarnir kæmust til skila og kennt var á smitrakn- ingarapp stjórnvalda. Þá var aukin þjónusta við þrif og úthlutun á tækjum og efnum til hreingerninga í bú- setuúrræðum. Einstaklingar með undirliggjandi sjúk- dóma og barnafjölskyldur fengu ný rúmföt og hand- klæði. Þá var aukin vitund og gátlistar til að skima fyrir afleiðingum COVID á einstaklinga og fjölskyld- ur, til dæmis með því að skima fyrir heimilisofbeldi. Þá settum við saman glaðning fyrir börn fyrir páska með púsluspilum og lita/teikniáhöldum. Teymið hélt svo vinnufund í maí sl. þar sem farið var yfir áhrif COVID á okkar notendur og skoðað hvaða lærdóm mætti draga. Það kom í ljós að það var góð reynsla af fjarviðtölum/símtölum og að senda SMS skilaboð. Ástandið hafði mjög mismunandi áhrif á einstaklinga og það kom ánægjulega á óvart að einstaklingar sem eru í umsóknarferli um alþjóðlega vernd voru ekki kvíðafullir vegna ástandsins, þeir fundu frekar fyrir þakklæti yfir að vera á Íslandi og upplifðu aukna von um að þeirra mál fengi farsælan endi. Það er öruggt mál að COVID- veiran hefur litað líf okkar allra og ekki síst þeirra sem standa hallari fæti í okkar þjóðfélagi. Þessi ógn sem COVID er hefur áhrif á okkur öll og ítrekar að við erum öll í sama liði, við þurfum að passa upp á sömu hluti; hreinlæti, heilsu, hreyfingu og reglubundið líferni. Leiðarljós okkar í teyminu sem þjónustum um- sækjendur um alþjóðlega vernd á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar er að hver svo sem næstu skref umsækjenda eru þá er mikilvægt að efla þá þar sem þeir standa og gefa þeim von um að hægt sé að bæta lífsskilyrði þeirra til framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.