Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 5
5 sókn Jóhönnu Ólafsdóttur. Niðurstöðurnar sýna að ljósmæðurnar upplifðu sig einar í áfallinu, formlegan stuðning vantaði og að það að yfirgefa starfið hafi haft gríðarleg áhrif á líf og líðan. Til fyrirbyggingar og úrvinnslu þyrfti að skapa styðjandi og hvetjandi vinnuumhverfi hjá ljósmæðrum. Í annarri ritrýndri grein sem byggir á meistararannsókn Guðlaugar Erlu Vilhjálmsdóttur er fjallað um hversu hversu já- kvæð útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa er fyrir konur og börn þeirra, sem ætti að upplýsa konur um þegar kemur að vali á fæðingarstað. Í fræðslugrein er fjallað um andlega líðan tvíburamæðra og mikilvægi stuðnings ljós- mæðra. Hér er byggt á lokaverkefni Klöru Jennýjar Arnbjörnsdóttur í ljósmóðurfræði frá því á þessu ári. Á árinu kom út ljóðabókin Hetjusögur, eft- ir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem hún byggir á bókaflokknum Íslenskar ljósmæður I-III frá árunum 1962-1964. Í Hetjusögum birtast frásagnir af starfi ljósmæðra í ljóðaformi. Í viðtali við Kristínu spyr Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir um tilurð þessa ljóða og hvort það sé mikilvægt að segja þessar kvennasögur í dag. Svar hennar er að svo sé, því að „fortíðin er alltaf hluti af samfélaginu þó að við þurfum alls ekki að lifa í henni“. Svo skemmtilega vill til að í blaðinu er æviþáttur Salbjargar ljósmóður sem starfaði á Snæfjalla- og Langadalsströnd um miðja síðustu öld, skráður af syni hennar og sonarsyni, núlifandi afkomendum, sem er lýsandi fyrir sameiginlega þræði hetjusagn- anna í ljóðum Kristínar Svövu. Ljósmæður sinna fjölbreyttum hópi kvenna og fjölskyldum þeirra. Í þessu blaði er fjallað um þjón- ustu sem er í boði á Íslandi fyrir „okkar viðkvæmustu konur“ þær sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Þar gefa okkur upplýsingar Magdalena Kjart- ansdóttir deildarstjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkur- borgar og ljósmæðurnar Anna Guðný Hallgríms- dóttir og Steinunn H. Blöndal. Konur eru oft þakklátar og hafa myndað gefandi samband við ljósmæður sínar. Það sýnir góð gjöf sem færð var ljósmæðrum á Landspítala í vor, eftir harða kjarabaráttu sem var ofarlega á baugi í fjöl- miðlum. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir segir okkur frá og sýnir okkur í kassann utan um gjöfina. Hugleiðing ljósmóður er fastur hluti í hverju Ljósmæðrablaði og er að þessu sinni í góðum höndum Elínborgar Vilhelmínu Jónsdóttur, hennar Elvíar okkar sem við starfslok fer yfir þær gríðarlegu breytingar sem hún hefur upplifað á starfsævinni. Hún er ein af hetjun- um sem hefur „siglt í faglegum ólgusjó og stigið ölduna“. BRJÓSTAGJÖF Í NÚINU MINDFUL BREASTFEEDING Norræna Brjóstagjafaráðstefnan verður haldin í níunda sinn á Hilton Nordica í Reykjavík 23. og 24. september 2021 M yn d : B ir na B ry nd ís Þ or ke ls d ót ti r nordicbf2021.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.