Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 5

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 5
5 sókn Jóhönnu Ólafsdóttur. Niðurstöðurnar sýna að ljósmæðurnar upplifðu sig einar í áfallinu, formlegan stuðning vantaði og að það að yfirgefa starfið hafi haft gríðarleg áhrif á líf og líðan. Til fyrirbyggingar og úrvinnslu þyrfti að skapa styðjandi og hvetjandi vinnuumhverfi hjá ljósmæðrum. Í annarri ritrýndri grein sem byggir á meistararannsókn Guðlaugar Erlu Vilhjálmsdóttur er fjallað um hversu hversu já- kvæð útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa er fyrir konur og börn þeirra, sem ætti að upplýsa konur um þegar kemur að vali á fæðingarstað. Í fræðslugrein er fjallað um andlega líðan tvíburamæðra og mikilvægi stuðnings ljós- mæðra. Hér er byggt á lokaverkefni Klöru Jennýjar Arnbjörnsdóttur í ljósmóðurfræði frá því á þessu ári. Á árinu kom út ljóðabókin Hetjusögur, eft- ir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem hún byggir á bókaflokknum Íslenskar ljósmæður I-III frá árunum 1962-1964. Í Hetjusögum birtast frásagnir af starfi ljósmæðra í ljóðaformi. Í viðtali við Kristínu spyr Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir um tilurð þessa ljóða og hvort það sé mikilvægt að segja þessar kvennasögur í dag. Svar hennar er að svo sé, því að „fortíðin er alltaf hluti af samfélaginu þó að við þurfum alls ekki að lifa í henni“. Svo skemmtilega vill til að í blaðinu er æviþáttur Salbjargar ljósmóður sem starfaði á Snæfjalla- og Langadalsströnd um miðja síðustu öld, skráður af syni hennar og sonarsyni, núlifandi afkomendum, sem er lýsandi fyrir sameiginlega þræði hetjusagn- anna í ljóðum Kristínar Svövu. Ljósmæður sinna fjölbreyttum hópi kvenna og fjölskyldum þeirra. Í þessu blaði er fjallað um þjón- ustu sem er í boði á Íslandi fyrir „okkar viðkvæmustu konur“ þær sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Þar gefa okkur upplýsingar Magdalena Kjart- ansdóttir deildarstjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkur- borgar og ljósmæðurnar Anna Guðný Hallgríms- dóttir og Steinunn H. Blöndal. Konur eru oft þakklátar og hafa myndað gefandi samband við ljósmæður sínar. Það sýnir góð gjöf sem færð var ljósmæðrum á Landspítala í vor, eftir harða kjarabaráttu sem var ofarlega á baugi í fjöl- miðlum. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir segir okkur frá og sýnir okkur í kassann utan um gjöfina. Hugleiðing ljósmóður er fastur hluti í hverju Ljósmæðrablaði og er að þessu sinni í góðum höndum Elínborgar Vilhelmínu Jónsdóttur, hennar Elvíar okkar sem við starfslok fer yfir þær gríðarlegu breytingar sem hún hefur upplifað á starfsævinni. Hún er ein af hetjun- um sem hefur „siglt í faglegum ólgusjó og stigið ölduna“. BRJÓSTAGJÖF Í NÚINU MINDFUL BREASTFEEDING Norræna Brjóstagjafaráðstefnan verður haldin í níunda sinn á Hilton Nordica í Reykjavík 23. og 24. september 2021 M yn d : B ir na B ry nd ís Þ or ke ls d ót ti r nordicbf2021.com

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.