Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 23
23
ljósmóðurfræði (e. midwifery). Eftir mat á 459
rannsóknum stóðu eftir tíu rannsóknir sem upp-
fylltu inntökuskilyrði og stóðust gæðamat. Rann-
sóknirnar skoðuðu útkomu hjá yfir 102.000 konum
sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum eining-
um, innan og utan sjúkrahúsa og báru saman við
útkomu um 820.000 kvenna sem ætluðu að fæða á
þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa.
Niðurstöður: Rannsóknir benda til þess að betri
útkoma sé hjá heilbrigðum konum í eðlilegri með-
göngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum
einingum en þeim sem ætla að fæða á þverfræði-
legum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Meiri líkur
voru á sjálfkrafa, eðlilegri fæðingu og minni líkur á
inngripum á borð við mænurótardeyfingu, hríðar-
örvun, áhaldafæðingu og keisaraskurði. Einnig
voru almennt minni líkur á spangarklippingu og
blæðingu eftir fæðingu á ljósmæðrastýrðum ein-
ingum. Flutningstíðnin var 14,8% – 33,9%, þar sem
frumbyrjur voru frekar fluttar en fjölbyrjur. Ekki var
marktækur munur á útkomu nýbura.
Ályktun: Við val á fæðingarstað á meðgöngu
ætti að upplýsa konur um ólíka útkomu fæðinga á
ólíkum fæðingarstöðum, þar á meðal um lága inn-
gripatíðni og jákvæða útkomu mæðra sem ætla
að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum.
Lykilorð: ljósmæðrastýrð eining, útkoma
fæðinga, eðlileg fæðing, ljósmóðurfræði.
Abstract
Background: Midwifery units, both freestanding
and alongside, are increasingly popular locations
for birth amongst healthy women in low-risk
pregnancies. Midwives have a leading role in
antenatal education on choice in place of birth.
Clinical guidelines for maternity care guide mid-
wives to inform women in a professional manner
such that women can make informed decisions
on place of birth. In order to fulfil their informative
roles, midwives must be able to access evidence
based information about the benefits and risks
associated with different birth places.
Objective: To compare maternal and perinatal
outcomes and obstetric interventions in low-risk
women by planned place of birth in freestanding
or alongside midwifery units to obstetric units in
hospitals.
Design: Scopus, Cinahl, PubMed and Proquest
databases were used to identify studies in this sy-
stematic review. Search terms where: midwifery
unit, birth center, birthplace, outcome and mid-
wifery. After reviewing 459 articles, ten articles
met inclusion criteria and evaluation of study qu-
ality. Participants were over 102,000 women who
planned to give birth in midwifery units, compared
to around 820,000 women who planned to give
birth at obstetric units.
Results: Studies point to a better outcome for
healthy women in low-risk pregnancies who plan
to give birth at midwifery units than for those who
plan to give birth in obstetric units. They had an
increased likelihood of spontaneous vaginal birth
and were less likely to need interventions inclu-
ding; epidural analgesia, augmentation of labo-
ur, instrumental delivery, and caesarean section.
Rates of maternal outcome including episiotomy
and postpartum haemorrhage were generally
lower in midwifery units. Transfer rates ranged
from 14.8% to 33.9%, were nulliparous women had
higher rates of transfer than multiparous women.
There was not a significant difference in perinatal
outcomes.
Conclusions: When choosing their place of
birth in pregnancy women should be informed on
different birth outcomes in different birth places,
including low intervention rates and positive ma-
ternal outcomes in planned midwifery unit births.
Keywords: midwifery unit, birth outcome, low-
-risk birth, midwifery.
Inngangur
Barneignarþjónusta hefur breyst gríðarlega í hinum
vestræna heimi á síðustu áratugum. Í byrjun síð-
ustu aldar fæddust flest börn í heimahúsi og var þá
ljósmóðir kölluð til og/eða læknir eftir aðstæðum.
Eftir því sem leið á öldina færðust fæðingar smám
saman inn á sjúkrahús og heimafæðingum fækkaði.
Á síðustu árum hefur heimafæðingum farið fjölg-
andi aftur og ljósmæðrastýrðar einingar, bæði utan
og innan sjúkrahúsa, eru að ryðja sér til rúms á Vest-