Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 31
31
Umfjöllun um niðurstöður
Útkoma fæðinga
Heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu, sem ætl-
uðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingardeild-
um sjúkrahúsa voru í aukinni hættu á inngripum í
fæðingar samanborið við ljósmæðrastýrðar ein-
ingar. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður-
stöður annarra samantekta sem hafa verið gerðar
á útkomu fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum
(Alliman og Phillippi, 2016; Scarf o.fl., 2018).
Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvað það
er við ljósmæðrastýrðar einingar sem hefur jákvæð
áhrif á útkomu. Á ljósmæðrastýrðum einingum eru
konur studdar til þess að eiga lífeðlislegar fæðingar
og reynt er að styðja við konur og stuðningsaðila
þeirra á sálfélagslegan hátt (Rocca-Ihenacho o.fl.,
2018; Stapleton, 2017). Þetta á ekki síst við um ljós-
mæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa þar sem
skipulag byggir á samfelldri þjónustu í gegnum
barneignarferlið. Í mæðraverndinni gefast ljós-
mæðrum tækifæri til að búa konuna undir lífeðlis-
lega fæðingu og tengjast konunni og stuðnings-
aðila hennar (Benatar, Garrett, Howell og Palmer,
2013). Samþætting þekkingar ljósmæðra og kvenna
byggt á gagnkvæmu sambandi þeirra í hvetjandi
fæðingarandrúmslofti ættu svo að hafa jákvæð áhrif
(Berg, Olafsdottir og Lundgren, 2012).
Mænurótardeyfing í fæðingu er töluvert al-
gengt inngrip og sem dæmi má nefna að hlutfall
mænurótardeyfingar var 45,4% hjá konum sem
ráðgerðu fæðingu um leggöng á Landspítalanum
árið 2017 (Eva Jónasdóttir og Védís Helga Eiríks-
dóttir, 2019). Mænurótardeyfing í fæðingu getur
hægt á fæðingunni, konan hefur minni hreyfigetu
og meiri líkur eru á hríðaörvun (Anim‐Somuah,
Smyth, Cyna og Cuthbert, 2018). Munurinn á tíðni
mænurótardeyfingar eftir fæðingarstöðum getur
bæði skrifast á ólíka nálgun og hugmyndafræði á
fæðingarstöðunum (Aune, Holsether og Kristen-
sen, 2018; Bohren o.fl., 2017) en ekki má heldur
útiloka að bakgrunnur kvenna hafi áhrif t.d. að hluti
kvennanna, sem koma í fæðingu á þverfræðilegum
fæðingardeildum, ætli sér að fá mænurótardeyf-
ingu til verkjastillingar en konur, sem ætla sér fæða
á ljósmæðrastýrðum einingum, líti ekki á mænurót-
ardeyfingu sem valkost þar sem þær viti að hún er
ekki í boði þar.
Flutningstíðnin af ljósmæðrastýrðum einingum
yfir á fæðingardeildir var 14,8%–33,9%. Þessar tölur
eru sambærilegar við íslenskar tölur. Árið 2010 voru
20% kvenna fluttar í eða eftir fæðingu frá Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands, á Landspítala. Flestar voru
fluttar vegna hægs framgangs eða til verkjastillingar
(Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Á árunum 2005–2009
voru 17,9% kvenna í heimafæðingum á Íslandi flutt-
ar á fæðingardeild sjúkrahúsa. Algengustu ástæður
flutnings voru þörf á frekari verkjastillingu og hægur
framgangur í fæðingu. Fleiri frumbyrjur en fjölbyrjur
voru fluttar (Halfdansdottir, Smarason, Olafsdottir,
Hildingsson og Sveinsdottir, 2015). 36,7% kvenna
sem hófu fæðingu í fæðingarstofu Bjarkarinnar á
tímabilinu maí 2017 – desember 2017 voru fluttar
á hærra þjónustustig. Algengustu ástæðurnar fyrir
flutningi voru ósk um mænurótardeyfingu og hæg-
ur framgangur (Stefanía Ósk Margeirsdóttir, 2020). Í
samantekt Alliman og félaga (2016) voru flutningar
kvenna í fæðingu af ljósmæðrastýrðum einingum
11,6%–37,4%. Algengasta ástæðan fyrir flutningi var
hægur framgangur.
Útkoma kvenna
Útkoma kvenna sem ætluðu sér að fæða á ljós-
mæðrastýrðum einingum, var yfirleitt betri þar en
á þverfræðilegum fæðingardeildum. Það er í sam-
ræmi við útkomu annarra fræðilegra samantekta
(Alliman og Phillippi, 2016; Scarf o.fl., 2018).
Ólíklegra virtist að konum, sem ætluðu að fæða á
ljósmæðrastýrðum einingum, blæddi eftir fæðingu
en konum sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum
fæðingardeildum. Í rannsókn Thorntons o.fl. (2016)
voru þó marktækt meiri líkur á því að konum, sem
ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum
utan sjúkrahúsa, blæddi eftir fæðingu. Höfund-
ar bentu á að ekki var hlutlægt mat á blæðingu á
fæðingarstöðum þannig að skekkja í niðurstöðum
gæti verið fyrir hendi. Einnig voru upplýsingar um
meðferð á þriðja stigi fæðingar ekki fyrir hendi.
Í samantektinni komu fram ábendingar um að
konur, sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum
fæðingardeildum, væru líklegri til þess að hljóta
alvarlegar spangarrifur en konur sem ætluðu að
fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan
sjúkrahúsa. Þó sýndi ein rannsókn marktækt meiri
líkur á þriðju og fjórðu gráðu rifum á ljósmæðra-