Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 29
29
o.fl., 2011; Overgaard, Møller, Fenger-Grøn, Knud-
sen og Sandall, 2011; Thornton o.fl., 2017) og í fimm
rannsóknum var útkoma ljósmæðrastýrðra eininga
innan sjúkrahúsa borin saman við útkomu þver-
fræðilegra fæðingardeilda á sjúkrahúsum (Bernitz
o.fl., 2011; Eide, Nilsen og Rasmussen, 2009; Homer
o.fl., 2014; Laws, Tracy og Sullivan, 2010; Laws, Xu,
Welsh, Tracy og Sullivan, 2014). Í einni rannsókn var
bæði útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og
utan sjúkrahúsa skoðuð (Brocklehurst o.fl., 2011).
Úrtaksstærð í tilraunahópunum var 839–11.282
konur á ljósmæðrastýrðum einingum utan
sjúkrahúsa, samtals 34.222 konur. Úrtaksstærð
hópanna á ljósmæðrastýrðum einingum innan
sjúkrahúsa voru 252–22.232 konur, samtals 68.666
konur. Samtals voru því 102.888 konur í tilraunahóp-
unum. Í samanburðarhópunum voru 201–475.791
kona, samtals 820.679 konur, sem ætluðu sér að
fæða á þverfræðilegri fæðingardeild á sjúkrahúsi.
Í tveimur rannsóknum var parað í samanburð-
arhópinn og þurftu konur að vera heilbrigðar konur,
í eðlilegri meðgöngu til að vera paraðar í saman-
burðarhópinn. Í öðrum rannsóknum voru skilyrði
fyrir þátttöku í samanburðahópi almennt þau að
konurnar væru heilbrigðar í eðlilegri meðgöngu.
Útkoma fæðinga
Fæðingarmáti
Sjálfkrafa fæðing um leggöng var algengari hjá
konum, sem byrjuðu fæðingu á ljósmæðrastýrðum
einingum innan eða utan sjúkrahúsa, en hjá konum
sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingar-
deild. Í fimm rannsóknum var munurinn marktækur
(Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer
o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Overgaard o.fl., 2011).
Allar rannsóknirnar nema ein voru með áhalda-
fæðingar sem útkomubreytu (Thornton o.fl., 2017)
og sjö þeirra sýndu marktækan mun. Þær konur, sem
byrjuðu fæðingar á ljósmæðrasýrðum einingum,
voru marktækt ólíklegri til að þurfa áhaldafæðingu
heldur en konur sem hófu fæðingar á þverfræði-
legum fæðingardeildum (Bailey, 2017; Brocklehurst
o.fl., 2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Laws
o.fl., 2010; Laws o.fl., 2014; Overgaard o.fl., 2011).
Allar rannsóknirnar í samantektinni voru með
keisaraskurð sem útkomubreytu og í þeim öllum
var ólíklegra að konur, sem ætluðu að fæða á ljós-
mæðrastýrðum einingum, þyrftu keisaraskurð. Í átta
rannsóknum af tíu voru marktækt minni líkur á því að
konur, sem byrjuðu sína fæðingu á ljósmæðrastýrðri
einingu, færu í keisaraskurð í samanburði við konur
sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild
(Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2011; Davis o.fl.,
2011; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2010; Laws o.fl.,
2014; Overgaard o.fl., 2011; Thornton o.fl., 2017).
Hríðaörvun
Fjórar rannsóknir voru með hríðaörvun sem út-
komubreytu. Í þeim öllum var marktækt ólíklegra
að konur, sem hófu fæðingu á ljósmæðrastýrðum
einingum, þyrftu hríðaörvun heldur en konur á þver-
fræðilegum fæðingardeildum (Brocklehurst o.fl.,
2011; Davis o.fl., 2011; Homer o.fl., 2014; Overgaard
o.fl., 2011).
Mænurótardeyfing
Sex rannsóknir af tíu voru með mænurótardeyfingu
sem útkomubreytu og í öllum þeim rannsókn-
um var marktækt ólíklegra að konur, sem byrjuðu
fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða
utan sjúkrahúsa, nýttu sér mænurótardeyfingu sem
verkjastillingu í samanburði við þær konur sem byrj-
uðu fæðingu á þverfræðilegum fæðingardeildum
(Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl., 2011; Eide o.fl.,
2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl., 2014; Overgaard
o.fl., 2011). Í einni rannsókn var eingöngu talað
um verkjalyf í fæðingu en ekki var nánari útlistun á
hvers konar verkjalyf væru notuð en leiða má líkur
að því að mænurótardeyfing hafi verið inni í þeirri
tölu. Konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðra-
stýrðum einingum utan sjúkrahúsa, voru marktækt
ólíklegri til að fá verkjalyf í fæðingu en konur sem
ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingar-
deildum sjúkrahúsa (Davis o.fl., 2011).
Flutningur í fæðingu
Á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa
var flutningstíðnin 14,8%–21,9% Flutningstíðni
frumbyrja var 36,3-39% og flutningstíðni fjölbyrja
var 7,2%-9,4%. (Bailey, 2017; Brocklehurst o.fl., 2012;
Overgaard o.fl., 2011). Á ljósmæðrastýrðum eining-
um innan sjúkrahúsa var flutningstíðnin hærri, eða
26,4%–33,9% (Bernitz o.fl., 2011; Brocklehurst o.fl.,
2012; Eide o.fl., 2009; Homer o.fl., 2014; Laws o.fl.,