Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 13

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 13
13 Það er skemmst að segja frá því að nær allt al- þjóðastarf hefur legið niðri á veiruárinu 2020. Flest öllum ráðstefnum hefur verið frestað, þar á meðal alþjóðaráðstefnu ICM á Balí ICM hefur nú gefið út að sú ráðstefna verði á netinu á næsta ári svo enn er lífið ekki komið í eðlilegt horf. ICM hélt þó stjórnarfund sinn á Zoom en í stað þess að fjalla um stefnur og stefnubreytingar í tvo og hálfan dag var Zoomfundur þar sem farið var í þau verkefni sem ekki þoldu bið eins og t.d. kjör í embætti. Einnig hefur Evrópudeild ICM hist á Zoom til að bera saman bækur sínar. Stjórnarfundur NJF var einnig á rafrænu formi þetta árið og var því í eðli sínu styttri og færra rætt en undir venjulegum kringumstæðum. Ákveðið var að fresta fundi og freista þess að hittast í febrúar 2021 en litlar líkur eru nú á því að það gangi eftir. Stjórnarfundur EMA var einnig rafrænn og stuttur og lítið gert nema að samþykkja fjárhagsá- ætlun og reikninga ásamt því að kjósa fólk í emb- ætti. Nú í nóvember lauk þriggja ára samstarfsverk- efni LMFÍ og KNOV, hollenska ljósmæðrafélagsins. Verkefnið var unnið samkvæmt hugmyndafræði Twinning samstarfs. Hvert ljósmæðrapar vann að ákveðnu verkefni sem snerti hag ljósmæðra og/ eða skjólstæðinga. Edythe Mangindin var verk- efnastjóri Íslands megin. Alþjóðastarf LMFÍ 2020 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár Í tilefni 100 ára afmælis Ljósmæðrafélags Ís- lands 2019 var ákveðið að endurútgefa ljós- mæðratal og bæta við skrifum um sögu félags- ins. Þráðurinn var tekinn upp frá því að ritið Ljósmæður á Íslandi kom út árið 1984; í tilefni 60 ára afmælis 1979. Verkið er viðamikið og út- gáfan hefur dregist á langinn en fagnaðarefni að það kemur út núna um áramótin 2020-2021. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út í sam- vinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Hún inni- heldur hún hvort tveggja í senn ljósmæðra- tal fyrir árin 1984-2019 og þætti úr sögu ljósmæðra á Íslandi til okkar daga. Ljósmæðra- félagið sér um að koma bókinni til áskrifenda en fjölmargar ljósmæður hafa tryggt sér eintak. Bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár er hægt að panta í netfanginu holar@holabok.is.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.