Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. nóvember 20202 FRÉTTIR Gunnlaugur Karlsson, fram­ kvæmda stjóri Sölufélags garð­ yrkjumanna, segir að það komi sér ekki á óvart að ekki finnist leifar af varnarefnum í íslensku grænmeti. „Það er aftur á móti alvarlegt mál ef það eru að finn­ ast leifar af varnarefnum yfir leyfilegum mörkum í innfluttu grænmeti.“ Í ársskýrslu Matvælastofnunar fyrir árið 2019 kemur fram að leifar af ýmiss konar varnarefnum eins og skordýraeitri, illgresiseyði, sveppalyfjum og stýriefnum fyndust í 4,7% ávaxta frá ýmsum löndun og 9,7% spínats frá Bandaríkjunum. Varnarefnið í spínatinu var skordýraeitur. Engar leifar varnarefna fundust í sýnum af úr íslensku grænmeti sem tekin voru til athugunar. Ógreinilega merkingar „Meindýraálag í ræktun er tölu­ vert minna hér á landi heldur en annars staðar í heiminum. Aðgengi að hreinu vökvunarvatni gerir það að verkum að íslenskir garðyrkju­ bændur eru ekki að kljást við sömu vandamál og ræktendur annars staðar í heiminum. Ræktendur á svæðum þar sem meindýraálagið er mikið og menn nota skordýraeitur eiga að vera undir eftirliti sem tryggir að þeir noti það undir leyfilegum mörkum og fari eftir reglum. Þegar efnin mælast yfir leyfilegum mörkum er það mjög alvarlegt fyrir neytendur. Í mínum huga er það skýrt að neytendur eiga að hafa bæði greinargóðar og skýrar upplýsingar um hvaðan varan kemur til að geta metið hvort þeir vilji kaupa vöruna eða ekki.“ Gunnlaugur segir að því miður hafi oft verið misbrestur á upprunamerkingum og hver beri ábyrgð á framleiðslu á innfluttu grænmeti í verslunum. „Oft er það þannig að þrátt fyrir að varan sé merkt upprunalandinu þá eru merkingarnar ógreinilegar og illlæsilegar. Að mínu mati á að merkja vöruna það vel að neyt­ andinn sjái ekki bara upprunalandið heldur líka hvaða framleiðandi beri ábyrgð á henni. Rekjanleiki beint til framleiðanda er lykilatriðið í þess­ um viðskiptum. Það eru í gildi lög um uppruna­ merkingar matvæla og það á að fara eftir þeim.“ Mismunandi reglur um notkun varnarefna „Reglur um notkun varnarefna í lífrænni ræktun eru mismunandi á milli landa. Í Suður­Evrópu eru leyfð efni í lífrænni ræktun sem ekki eru leyfð í hefðbundinni ræktun í Mið­ og Norður­Evrópu. Reglur í Bandaríkjunum, Asíu eða og Afríku eru aðrar en innan Evrópusambandsins og hér á landi. Þrátt fyrir að reglurnar séu mis­ munandi milli svæða er gert ráð fyrir ákveðnum hámarksgildum og er sjálfsögð krafa að farið sé eftir þeim reglum. Þeir framleiðendur sem fylgja ekki þessum reglum ættu því ekki að geta sett viðkom­ andi vörur á markað.“ Samkeppnisstaða framleiðenda er ekki sú sama „Mismunandi reglur um notkun varnarefna gera það einnig að verkum að samkeppnisstaða fram­ leiðenda er ekki sú sama. „Það má til dæmis finna leifar varnar­ efna í lífrænt ræktuðum gúrkum frá Suður­Spáni sem eru alfarið bönnuð við ræktun hér á landi. Til dæmis eru tómata­ og gúrkufram­ leiðendur í Danmörku að glíma við þann vanda að í grunnvatninu finn­ ast bönnuð varnarefni sem mælast í afurðunum. Ræktendur víðs vegar um heim inn eru því að kljást við alls kyns vandamál og oft tengist það vökvunarvatni og gæðum þess,“ segir Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. /VH Varnarefni í grænmeti: Engar leifar varnarefna í íslensku grænmeti Gunnlaugur Karlsson. Danmörk: Milljónum minka lógað vegna COVID-19 Til stendur að lóga um 7 millj­ ónum minka í Danmörk vegna COVID­19 faraldursins. Bann við loð dýraeldi hefur verið flutt fram um þrjú ár í Hollandi. Danmörk er meðal stærstu fram leiðenda og útflytjenda minka skinns í heiminum. Þar eru framleiddar um 17 milljón skinna á ári. Mestur er útflutningurinn til Kína. Í sumar var um milljón minkum í Holland lógað eftir að COVID­19 kom upp á minkabú­ um þar í landi. COVID­19 hefur komið upp í búum á Spáni auk þess sem nýverið kom upp smit í Utah í Bandaríkjunum sem er það fyrsta í vesturheimi. Í framhaldi af sýkingunni í Hollandi var flýtt banni við loð­ dýraeldi fram um þrjú ár eða til 2021. Í Póllandi eru uppi háværar raddir um að banna allt loðdýraeldi í landinu sem fyrst. /VH Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráðherra hefur ákveðið að reglugerð sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta. Greint var frá þessu á vef atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytisins. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning. „Ráðherra hefur gert samn­ ing við Ráðgjafarmiðstöð land­ búnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynleg­ um breytingum til atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila. Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla­ og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntu­ heilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. /smh Talið er nauðsynlegt að auka öryggi gagnvart plöntusjúkdómum á Íslandi. Mynd / smh Miklar sveiflur voru í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í september og nam samdrátturinn þá að meðaltali 5,7%. Á fjórum mánuðum, þ.e. frá júníbyrjun til septemberloka, nam sam­ drátturinn 9,1% og 4% á tólf mánaða tímabili. Virðist sem COVID­19 faraldurinn sé að hafa þarna áhrif. Samkvæmt tölum frá atvinnu­ vega­ og nýsköpunar ráðuneytinu, sem hefur nú umsjón með slíkri gagnasöfnun sem áður var í hönd­ um MAST, nam heildarkjötsalan frá afurðastöðvum í september rúmum 2.489 tonnum. Var þá 3,5% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 25,8% samdráttur í sölu á kindakjöti. Hafa ber í huga að þótt samdráttur­ inn í kindakjötsölunni hafi verið hlutfallslega mikill í september sam­ svarar hann ekki nema ríflega 156 tonnum af um 6.600 tonna árssölu. Í öðrum kjöttegundum var aukning í sölu frá afurðastöðvum sem nam 14,7% í hrossakjöti, 9,4% í svína­ kjöti og 8,7% í nautgripakjöti. Samdráttur í allri kjötsölu á 12 mánaða tímabili Þegar litið er til 12 mánaða tímabils var 4% meðaltalssamdráttur í sölu á öllum kjöttegundum, en heildarsalan þessa 12 mánuði var tæp 27.827 tonn. Mestur var samdrátturinn í sölu á alifuglakjöti, eða um 6,3% og um 5,6% í sölu á kindakjöti. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti, 1% samdráttur í sölu á hrossakjöti og 1% samdráttur í sölu á svínakjöti. Minni kjötsala í COVID-19 og hruni í komu ferðamanna Ef horft er til sumartímans, þ.e. júní, júlí, ágúst og september, sést að samdráttur í hlutfallslegri sölu frá afurðastöðvum var þá mun meiri en að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Var samdrátturinn þannig í september 4% og 9,1% á síðasta ársfjórðungi. Virðist þetta vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í Evrópu í COVID­19 faraldrinum. Þar var greinilegur samdráttur í sölu á ýmsum matvörum vegna lokunar veitingastaða. Líklegt má telja að á Íslandi spili auk þess stórt hlutverk í sölusamdrætti á kjöti, hrun í komu ferðamanna til landsins. Nýjustu fréttir frá Noregi herma að vegna lokunar veitingastaða í Evrópu hafi líka orðið samdráttur í sölu á eldislaxi með tilheyrandi verðfalli á afurðum. /HKr. Samdráttur í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í COVID-19 faraldri: Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil Mestur samdráttur var í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum frá septemberlokum 2019 til septemberloka 2020, eða 6,3%. Mynd / HKr. Kristján Þór Júlíusson. Til stendur að lóga um 7 milljónum minka í Danmörk vegna COVID-19 far- aldursins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.